Enski boltinn

Dómarar skallaðir og hrækt á þá í leikjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik í enska boltanum.
Úr leik í enska boltanum. vísir/getty
Yfir 2.000 áhugadómarar á Bretlandseyjum ætla í verkfall um helgina. Þeir hafa fengið nóg af þeirri meðferð sem þeim er boðið upp á.

Hinn 18 ára gamli Ryan Hampson stendur fyrir framtakinu en hann hefur mátt þola ýmislegt er hann dæmir utandeildarleiki.

„Þetta er stundum hræðilegt. Það er búið að skalla mig, hrækja á mig og ég hef einnig verið kýldur ef ég á að nefna nokkra hluti sem hafa komið fyrir,“ sagði Hampson.

„Ég lenti einu sinni í því að allir leikmenn annars liðsins urðu að koma mér af velli því leikmenn hins liðsins ætluðu að lemja mig.“

Hampson segir að áhugadómarar hafi margoft beðið enska knattspyrnusambandið um aðstoð en ekki fengið. Til að mynda við að refsa hinum brotlegu sem iðulega komast upp með allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×