Borgaryfirvöld í Beijing taka á dansandi öldungum Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 12:00 Eldri borgarar sem gómaðir eru við að dansa á opinberum stöðum í Kína mega nú eiga von á að vera sektaðir fyrir að raska almannaró. Dans á götum úti er vinsæl iðja á meðal kínverskra öldunga. Ekki eru hins vegar allir eins hrifnir og hafa önugir nágrannar sigað hundum á gamla fólkið og jafnvel kastað saur í það. Líkamsrækt og skemmtun fyrir eldra fólk er af skornum skammti í Kína en Kínverjar eldast nú þjóða mest. Áætlað er að um 360 milljónir Kínverja verði eldri en sextugir árið 2030.Bandaríska fréttastofan CNN segir frá því að margir eldri borgarar, sérstaklega konur, hafi af þessum sökum tekið upp á því að koma saman á torgum og almenningsgörðum til að dansa við háværa tónlist. Þessi iðja hefur notið gífurlegra og vaxandi vinsælda í Kína. Ríkisfjölmiðillinn Xinhua áætlar að allt að hundrað milljón Kínverjar stundi samhæfðan dans á opinberum stöðum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá umfjöllun bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 um ömmurnar dansandi í Kína frá árinu 2014. Til að bregðast við óánægju þeirra sem láta dansinn og tónlistina fara í taugarnar á sér hafa stjórnvöld reynt að hafa hemil á dönsurunum öldnu með því að leggja þeim til samþykktar dansæfingar og popplög. Þá eru dæmi um að hljóðstyrksmælar hafi verið settir upp í almenningsgörðum. Í höfuðborginni Beijing tóku nýjar reglur gildi um mánaðamótin sem kveða á um að sekta megi dansarana og beita þá öðrum viðurlögum ef þeir eru taldir raska almannaró. Ma Lijun er ein dansaranna og hefur hún farið á fætur til að dansa fyrir framan verslunarmiðstöð í Beijing klukkan átta á hverjum morgni undanfarin fimm ár. „Þetta er eins og stór fjölskylda hérna. Mér finnst ég vera frjáls,“ segir hún. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Eldri borgarar sem gómaðir eru við að dansa á opinberum stöðum í Kína mega nú eiga von á að vera sektaðir fyrir að raska almannaró. Dans á götum úti er vinsæl iðja á meðal kínverskra öldunga. Ekki eru hins vegar allir eins hrifnir og hafa önugir nágrannar sigað hundum á gamla fólkið og jafnvel kastað saur í það. Líkamsrækt og skemmtun fyrir eldra fólk er af skornum skammti í Kína en Kínverjar eldast nú þjóða mest. Áætlað er að um 360 milljónir Kínverja verði eldri en sextugir árið 2030.Bandaríska fréttastofan CNN segir frá því að margir eldri borgarar, sérstaklega konur, hafi af þessum sökum tekið upp á því að koma saman á torgum og almenningsgörðum til að dansa við háværa tónlist. Þessi iðja hefur notið gífurlegra og vaxandi vinsælda í Kína. Ríkisfjölmiðillinn Xinhua áætlar að allt að hundrað milljón Kínverjar stundi samhæfðan dans á opinberum stöðum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá umfjöllun bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 um ömmurnar dansandi í Kína frá árinu 2014. Til að bregðast við óánægju þeirra sem láta dansinn og tónlistina fara í taugarnar á sér hafa stjórnvöld reynt að hafa hemil á dönsurunum öldnu með því að leggja þeim til samþykktar dansæfingar og popplög. Þá eru dæmi um að hljóðstyrksmælar hafi verið settir upp í almenningsgörðum. Í höfuðborginni Beijing tóku nýjar reglur gildi um mánaðamótin sem kveða á um að sekta megi dansarana og beita þá öðrum viðurlögum ef þeir eru taldir raska almannaró. Ma Lijun er ein dansaranna og hefur hún farið á fætur til að dansa fyrir framan verslunarmiðstöð í Beijing klukkan átta á hverjum morgni undanfarin fimm ár. „Þetta er eins og stór fjölskylda hérna. Mér finnst ég vera frjáls,“ segir hún.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira