Flestir vilja Eirík aftur á Séð og heyrt Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2017 13:02 Stuðningur við Eirík sem nýjan ritstjóra Séð og heyrt virðist hafa komið útgefandanum í opna skjöldu. Eiríkur steinliggur, segir Ingvi Hrafn. Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42
Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01
Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37