Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2017 21:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliðinu. vísir/eyþór Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan. Íslenski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan.
Íslenski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira