Innlent

Ber að taka þátt í kostnaði vegna brjóstnáms

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um tvö hundruð konur á ári greinast með brjóstakrabbamein hér á landi.
Um tvö hundruð konur á ári greinast með brjóstakrabbamein hér á landi. Nordicphotos/Getty
Sjúkratryggingum Íslands ber að taka þátt í greiðslu einstaklings sem fór í brottnám og endursköpun brjósts eftir að viðkomandi greindist með BRCA2-gen. Sjúkratryggingar höfðu áður hafnað umsókn einstaklingsins um greiðsluþáttöku.

Þetta er niðurstaða Úrskurðarnefndar velferðarmála. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að þegar brjóst er fjarlægt vegna greiningar á BRCA2 geni sé ekki um lýtaaðgerð að ræða.

Sjúkratryggingar Íslands hafði áður synjað umsókn einstaklingsins um greiðsluþátttöku vegna aðgerðarinnar með þeim rökum að hún væri fyrirbyggjandi og að ekki væri heimild til að kostnaðarþátttöku í slíkum aðgerðum samkvæmt reglugerð um lýtalækningar.

Þá kemur einnig fram í úrskurði nefndarinn að einstaklingurinn hafi átt rétt á greiðsluþátttöku þar sem aðgerðin var framkvæmd af lækni sem var aðili að rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Það sama á einnig við um endursköpun brjósts í kjölfar brottnámsaðgerðarinnar. 

Einstaklingar með BRCA2-gen eru með 72 prósent líkur á því að fá brjóstakrabbamein fyrir sjötugt samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of the National Cancer Institute.

Sjá má úrskurð Úrskurðarnefndar velferðarmála hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×