Allir dagar eru eins og föstudagar á Drunk Rabbit Guðný Hrönn skrifar 17. mars 2017 09:30 Andrés Þór Björnsson og Ómar Ingimarsson, eigendur Drunk Rabbit. Fréttablaðið/Hanna Það verður líf og fjör á Drunk Rabbit Irish Pub í dag en staðurinn fagnar nú eins árs afmæli. Í tilefni þess munu írskir trúbadorar halda uppi stuðinu. Eigendur staðarins segja fyrsta árið hafa gengið eins og í sögu og að Íslendingar séu með írskt blóð í æðum. Það verður heldur betur fjör á Drunk Rabbit alla helgina, við erum búnir að flytja inn tvo írska trúbadora frá Dublin sem lentu í gær. Þeir ásamt okkar fríða föruneyti ætla að halda uppi stemningu,“ segir Andrés Þór Björnsson, eigandi Drunk Rabbit Irish Pub í Austurstrætinu en sá staður er eins árs um þessar mundir. Í tilefni þess verður dagurinn tekinn snemma á Drunk Rabbit en staðurinn verður opnaður klukkan 10.00 og það verður húllumhæ fram eftir degi. Spurður út í hvernig fyrsta árið á Drunk Rabbit hafi gengið segir Andrés: „Þetta ár hefur verið alveg ótrúlega gott og miklu betra heldur en við bjuggumst við. Fjölgun ferðamanna hjálpar auðvitað til og það virðist vera svo að írskir pöbbar séu málið. Hvar sem þú ert staddur í heiminum þá fylgir því alltaf stemning að kíkja á írskan pöbb. Og það virðist ekki skipta máli hvaða dagur er, allir dagar hjá okkur eru eins og föstudagar.“ Andrés segir írska barstemningu vera ávísun á góða skemmtun. „Við erum ekki að einblína á einhvern sérstakan markhóp, það eru allir velkomnir á Drunk Rabbit. Írska stemningin er svo afslöppuð og skemmtileg, hvort sem þú ert 20 ára eða 70 ára þá erum við þarna til að skemmta okkur og hafa gaman. Gleðin ræður ríkjum á Drunk Rabbit.“ Andrés segir Íslendinga passa sérlega vel inn í írsku stemninguna. „Okkur finnst alltaf fleiri og fleiri Íslendingar koma til okkar, það tekur alltaf smá tíma að sannfæra Íslendinginn um nýja staði, en ég held að við séum öll með írskt blóð í okkur og nú er klárlega kjörið tækifæri fyrir landann að mæta á degi heilags Patreks í afmælið og upplifa alvöru írska stemningu og dúndrandi tilboð.“ Í tilefni afmælisins settu eigendur skemmtilegan leik á laggirnar. „Leikurinn er á Facebook og í vinning er ferð fyrir tvo til Cork á Írlandi. Einnig erum við með nokkra aukavinninga eins og bjórkort á Drunk Rabbit, Guinness-bjórkassa ásamt glösum, Jameson Whiskey-körfu og snúning í Lukkuhjólinu okkar. Þannig að það er fullt af skemmtilegum vinningum í boði,“ segir Andrés. Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Það verður líf og fjör á Drunk Rabbit Irish Pub í dag en staðurinn fagnar nú eins árs afmæli. Í tilefni þess munu írskir trúbadorar halda uppi stuðinu. Eigendur staðarins segja fyrsta árið hafa gengið eins og í sögu og að Íslendingar séu með írskt blóð í æðum. Það verður heldur betur fjör á Drunk Rabbit alla helgina, við erum búnir að flytja inn tvo írska trúbadora frá Dublin sem lentu í gær. Þeir ásamt okkar fríða föruneyti ætla að halda uppi stemningu,“ segir Andrés Þór Björnsson, eigandi Drunk Rabbit Irish Pub í Austurstrætinu en sá staður er eins árs um þessar mundir. Í tilefni þess verður dagurinn tekinn snemma á Drunk Rabbit en staðurinn verður opnaður klukkan 10.00 og það verður húllumhæ fram eftir degi. Spurður út í hvernig fyrsta árið á Drunk Rabbit hafi gengið segir Andrés: „Þetta ár hefur verið alveg ótrúlega gott og miklu betra heldur en við bjuggumst við. Fjölgun ferðamanna hjálpar auðvitað til og það virðist vera svo að írskir pöbbar séu málið. Hvar sem þú ert staddur í heiminum þá fylgir því alltaf stemning að kíkja á írskan pöbb. Og það virðist ekki skipta máli hvaða dagur er, allir dagar hjá okkur eru eins og föstudagar.“ Andrés segir írska barstemningu vera ávísun á góða skemmtun. „Við erum ekki að einblína á einhvern sérstakan markhóp, það eru allir velkomnir á Drunk Rabbit. Írska stemningin er svo afslöppuð og skemmtileg, hvort sem þú ert 20 ára eða 70 ára þá erum við þarna til að skemmta okkur og hafa gaman. Gleðin ræður ríkjum á Drunk Rabbit.“ Andrés segir Íslendinga passa sérlega vel inn í írsku stemninguna. „Okkur finnst alltaf fleiri og fleiri Íslendingar koma til okkar, það tekur alltaf smá tíma að sannfæra Íslendinginn um nýja staði, en ég held að við séum öll með írskt blóð í okkur og nú er klárlega kjörið tækifæri fyrir landann að mæta á degi heilags Patreks í afmælið og upplifa alvöru írska stemningu og dúndrandi tilboð.“ Í tilefni afmælisins settu eigendur skemmtilegan leik á laggirnar. „Leikurinn er á Facebook og í vinning er ferð fyrir tvo til Cork á Írlandi. Einnig erum við með nokkra aukavinninga eins og bjórkort á Drunk Rabbit, Guinness-bjórkassa ásamt glösum, Jameson Whiskey-körfu og snúning í Lukkuhjólinu okkar. Þannig að það er fullt af skemmtilegum vinningum í boði,“ segir Andrés.
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira