Innlent

Eldur í kjallaraíbúð á Langholtsvegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allar stöðvar voru kallaðar út og var mikill eldur og reykur í íbúðinni samkvæmt fréttaveitu slökkviliðsins.
Allar stöðvar voru kallaðar út og var mikill eldur og reykur í íbúðinni samkvæmt fréttaveitu slökkviliðsins. vísir/stefán
Uppfært klukkan 23:57: Slökkvistarfi er að ljúka á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra komst íbúi með naumindum út úr íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Íbúðin er illa farin en eldsupptök eru ókunn og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaka málið.

Uppfært klukkan 23:09:
Þrjár stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru í kjallaraíbúð á Langholtsvegi í kvöld þar sem kviknað hafði töluverður eldur.

Útkallið kom klukkan 22:41 en um tuttugu mínútum síðar var búið að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðsins. Er nú verið að reykræsta. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp en ekkert er vitað um eldsupptök.

Slökkviliðið var kallað út á ellefta tímanum í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í kjallaraíbúð á Langholtsvegi. Allar stöðvar voru kallaðar út og var mikill eldur og reykur í íbúðinni samkvæmt fréttaveitu slökkviliðsins en búið var að slökkva eldinn upp úr klukkan 23.

Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið frá slökkviliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×