Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn.

Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö, en eins og greint var frá í gær fengu systur í Fjölni ekki að keppa á fimleikamóti síðustu helgi þar sem þær áttu ekki nýjustu búningana, sem kosta 50 þúsund krónur á mann. Í fréttatímanum verður einnig rætt við fjármálaráðherra, en ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×