Innlent

Leit að Artur haldið áfram á morgun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinin að Arturi
Björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinin að Arturi Vísir/Eyþór
Leit að Artur Jarmaszko verður haldið áfram á morgun. Lögregla og Landsbjörg funduðu nú í hádeginu og var þá sú ákvörðun tekin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að þyrla Landhelgisgæslunnar muni fljúga yfir leitarsvæðið á morgun og á laugardag muni björgunarsveitir frá Landsbjörgu halda áfram leit að Arturi.

Í tilkynningu frá lögreglu frá því í gær segir að rannsókn málsins miði ágætlega. Áfram sé unnið að því að afla gagna og yfirfara þau, en að sú vinna sé nokkuð tímafrek.

Þar er jafnframt tekið fram að málið sé rannsakað sem mannshvarf og að ekki sé grunur á refsiverðri háttsemi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×