Innlent

Skipverja bjargað eftir að leki kom að bát nærri Rifi

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 13:05 frá báti með einn mann um borð.

Báturinn var staddur tvær sjómílur norðvestur af Rifi utarlega á Snæfellsnesi þegar leki kom að honum.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að annar bátur sem hafi verið í grenndinni, hafi fljótlega komið á vettvang og er skipverjinn nú kominn í borð í hann.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fyrst kölluð til en síðar afturkölluð þar sem ekki var talin þörf á henni lengur.

Ekki verður reynt að dæla sjó úr bátnum sem lekinn kom að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×