Frábær endir á góðum degi hjá Ólafíu í Phoenix Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 19:15 Ólafía Þórunn er hér að spila á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari. Þetta er þriðja mótið hennar Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og eins og hinum tveimur þá er okkar kona að byrja vel. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á hinum tveimur mótunum og þessi fína spilamennska í dag er skref í að ná honum á þriðja mótinu í röð. Ólafía spilaði þennan fyrsta hring af miklu öryggi og gerði mjög fá mistök. Hún missti kúluna reyndar í sandgryfju á einni holu á fyrstu níu en annars var hún að spila stöðugt og gott golf. Ólafía Þórunn endaði síðan hringinn á því að ná fugli á síðustu holunni. Með því hoppaði hún upp um átta sæti. Ólafía Þórunn fékk meðal annars einn örn á hringnum auk þess að vera með tvo fugla, fjórtán pör og einn skolla. Þegar Ólafía lauk keppni þá var hún í sextánda sæti en þá áttu margar eftir að hefja leik þar sem Ólafía byrjaði að spila mjög snemma að staðartíma í Arizona. Michelle Wie og Cheyenne Woods voru í ráshópnum með Ólafíu í dag. Michelle Wie spilaði mjög vel og endaði á sjö höggum undir pari. Cheyenne Woods fann sig ekki eins er og lék hringinn á þremur höggum yfir pari. Hér fyrir neðan má hvernig hringurinn gekk hjá okkar konu í Phoenix í dag. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari. Þetta er þriðja mótið hennar Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og eins og hinum tveimur þá er okkar kona að byrja vel. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á hinum tveimur mótunum og þessi fína spilamennska í dag er skref í að ná honum á þriðja mótinu í röð. Ólafía spilaði þennan fyrsta hring af miklu öryggi og gerði mjög fá mistök. Hún missti kúluna reyndar í sandgryfju á einni holu á fyrstu níu en annars var hún að spila stöðugt og gott golf. Ólafía Þórunn endaði síðan hringinn á því að ná fugli á síðustu holunni. Með því hoppaði hún upp um átta sæti. Ólafía Þórunn fékk meðal annars einn örn á hringnum auk þess að vera með tvo fugla, fjórtán pör og einn skolla. Þegar Ólafía lauk keppni þá var hún í sextánda sæti en þá áttu margar eftir að hefja leik þar sem Ólafía byrjaði að spila mjög snemma að staðartíma í Arizona. Michelle Wie og Cheyenne Woods voru í ráshópnum með Ólafíu í dag. Michelle Wie spilaði mjög vel og endaði á sjö höggum undir pari. Cheyenne Woods fann sig ekki eins er og lék hringinn á þremur höggum yfir pari. Hér fyrir neðan má hvernig hringurinn gekk hjá okkar konu í Phoenix í dag.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira