Støjberg fagnaði hertri innflytjendastefnu með tertu Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2017 11:36 Inger Støjberg er ráðherra innflytjendamála í Danmörku. Vísir/AFP Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, fagnaði því á þriðjudag að hafa náð í gegn fimmtugustu aðgerðinni í ráðherratíð sinni sem miðar að því að herða innflytjendalöggjöf í landinu. Støjberg birti mynd af sjálfri sér á Facebook á þriðjudag þar sem hún sést haldandi á tertu með dönskum fána, tölunni 50 og ávöxtum og hefur ráðherrann nú sætt gagnrýni fyrir birtingu myndarinnar. „Í dag náði ég í gegn 50. breytinguna til að herða stjórn á innflutningi fólks. Þessu verður að fagna!“ sagði ráðherrann.Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar eru meðal annars auknar tungumálakröfur, möguleika á að handtaka hælisleitendur á meðan verið sé að bera kennsl á þá og möguleikann á að fara fram á að hælisleitendur láti af hendi verðmæti, líkt og skartgripi, til að standa straum af uppihaldi þeirra í Danmörku. Á samfélagsmiðlum hafa margir gagnrýnt ráðherrann fyrir myndina og segja hana ósmekklega. Støjberg segir þó í samtali við Ekstrabladet að það sé fullkomlega eðlilegt að fagna pólitískum sigrum. Skopmyndateiknari Politiken hefur birt mynd á Twitter af stúlku á flótta án handleggja við hlið Støjberg með textanum „Engir handleggir – engin terta“.#støjberg #dkpol pic.twitter.com/pNrl3lelkl— ytournel (@ytournel) March 15, 2017 Rauði krossinn í Danmörku hefur einnig birt eigin tertumynd þar sem fólk er hvatt til að gefa fimmtíu danskar krónur með því að senda sms-ið „kage“, eða „terta“ í söfnunarnúmer og styðja þannig fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi. Støjberg bendir á að meirihluti danska þingsins hafi greitt atkvæði með þessari hertu innflytjendastefnu og að með henni megi auka framlög til hjálparstarfs. „Ég hef margoft sagt að við ætlum að takmarka innflutning fólks, og þar sem þetta hefur nú tekist, þá getum við lagt milljarð [danskra] króna í hjálparstarf á nærsvæðum. Þannig að ef ég starfaði hjá Rauða krossinum þá myndi ég fagna því að milljarður króna bætist við,“ segir Støjberg við Ekstrabladet. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, fagnaði því á þriðjudag að hafa náð í gegn fimmtugustu aðgerðinni í ráðherratíð sinni sem miðar að því að herða innflytjendalöggjöf í landinu. Støjberg birti mynd af sjálfri sér á Facebook á þriðjudag þar sem hún sést haldandi á tertu með dönskum fána, tölunni 50 og ávöxtum og hefur ráðherrann nú sætt gagnrýni fyrir birtingu myndarinnar. „Í dag náði ég í gegn 50. breytinguna til að herða stjórn á innflutningi fólks. Þessu verður að fagna!“ sagði ráðherrann.Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar eru meðal annars auknar tungumálakröfur, möguleika á að handtaka hælisleitendur á meðan verið sé að bera kennsl á þá og möguleikann á að fara fram á að hælisleitendur láti af hendi verðmæti, líkt og skartgripi, til að standa straum af uppihaldi þeirra í Danmörku. Á samfélagsmiðlum hafa margir gagnrýnt ráðherrann fyrir myndina og segja hana ósmekklega. Støjberg segir þó í samtali við Ekstrabladet að það sé fullkomlega eðlilegt að fagna pólitískum sigrum. Skopmyndateiknari Politiken hefur birt mynd á Twitter af stúlku á flótta án handleggja við hlið Støjberg með textanum „Engir handleggir – engin terta“.#støjberg #dkpol pic.twitter.com/pNrl3lelkl— ytournel (@ytournel) March 15, 2017 Rauði krossinn í Danmörku hefur einnig birt eigin tertumynd þar sem fólk er hvatt til að gefa fimmtíu danskar krónur með því að senda sms-ið „kage“, eða „terta“ í söfnunarnúmer og styðja þannig fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi. Støjberg bendir á að meirihluti danska þingsins hafi greitt atkvæði með þessari hertu innflytjendastefnu og að með henni megi auka framlög til hjálparstarfs. „Ég hef margoft sagt að við ætlum að takmarka innflutning fólks, og þar sem þetta hefur nú tekist, þá getum við lagt milljarð [danskra] króna í hjálparstarf á nærsvæðum. Þannig að ef ég starfaði hjá Rauða krossinum þá myndi ég fagna því að milljarður króna bætist við,“ segir Støjberg við Ekstrabladet.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira