Innlent

Taka ákvörðun í dag um hvort leit verði framhaldið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinin að Arturi
Björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinin að Arturi Vísir/Eyþór
Lögregla og Landsbjörg munu funda í hádeginu í dag vegna leitarinnar að Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni sem ekkert hefur spurst til frá mánaðamótum. Tekin verður ákvörðun um hvort leitinni verði framhaldið á hádegisfundinum.

Í tilkynningu frá lögreglu frá því í gær segir að rannsókn málsins miði ágætlega. Áfram sé unnið að því að afla gagna og yfirfara þau, en að sú vinna sé nokkuð tímafrek.

Þar er jafnframt tekið fram að málið sé rannsakað sem mannshvarf og að ekki sé grunur á refsiverðri háttsemi.


Tengdar fréttir

Artur fór í bíó kvöldið sem hann hvarf

Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×