Innlent

Kviknaði í bakaraofni hjá Myllunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá slökkvistarfi í kvöld.
Frá slökkvistarfi í kvöld. vísir/eyþór
Uppfært klukkan 18:59: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið að slökkva eldinn, sem var minniháttar. Slökkviliðsmenn eru þó enn á staðnum að reykræsta og skoða bakaraofninn þar sem eldsupptökin voru í húsnæði Myllunnar. Útkallið kom klukkan 18:17.

Uppfært klukkan 18:28:
Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar út en þegar fyrsti bíll kom á staðinn voru aðrar stöðvar sendar til baka þar sem eldurinn var minni en á horfðist. Glóð var í ofni og reykur á staðnum samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út núna fyrir skemmstu vegna elds í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra liggur ekki fyrir hversu mikill eldurinn er og var ekki hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×