Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki að keppa á móti síðustu helgi því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, en þeir kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur á mann. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja reglum fimleikasambandsins. Fjallað verður nánar um þetta mál í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem segir íslensk útflutningsfyrirtæki komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar.

Loks kynnum við okkur verkefni sem miðar að því að bjarga kóalabjörnum í Ástralíu frá því að deyja úr vökvaskorti, en þeim hefur fækkað hratt vegna loftslagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×