Innlent

Margrét Sigfúsdóttir valin kona ársins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Margrét Sigfúsdóttir var valin Kona ársins á 101. þingi Bandalags kvenna í reykjavík þann 11. mars síðastliðinn.
Margrét Sigfúsdóttir var valin Kona ársins á 101. þingi Bandalags kvenna í reykjavík þann 11. mars síðastliðinn. Mynd/Aðsend
Margrét Sigfúsdóttir var valin Kona ársins á 101. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík þann 11. mars síðastliðinn.

Margrét var valin fyrir störf sín sem skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur síðastliðin 19 ár.

Hússtjórnarskóli Reykjavíkur er 75 ára í ár, en Bandalag kvenna í Reykjavík hafði forystu um stofnun skólans og stóð meðal annars fyrir fjáröflun til kaupa á húsnæði fyrir skólann.

„Margrét er vel að þessum heiðri komin. Hún hefur verið óþrjótandi við að kynna skólann og koma fram í fjölmiðlu til að fræða almenning um allskonar heimilisstöf s.s. matargerð og hreingerningar. Hver man ekki eftir þáttunum „Allt í drasli“ sem sýndir voru á Skjá einum á sínum tíma. Þar fóru þau Margrét og Heiðar Jónsson á kostum en mest um vert fyrir Margréti var að geta hjálpað fólki við að koma heimili sínu í gott horf, það var aðalatriðið,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×