Innlent

Hættulegast að starfa í lögreglunni

Benedikt Bóas skrifar
Síðastliðin ár hafa atvik í starfi, slys og næstum því slys verið skráð í rafrænt atvikaskráningarkerfi lögreglunnar.
Síðastliðin ár hafa atvik í starfi, slys og næstum því slys verið skráð í rafrænt atvikaskráningarkerfi lögreglunnar. vísir/ernir
Um það bil sjötti hver lögreglumaður verður fyrir tilkynningarskyldu vinnuslysi árlega og á árunum eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu um ráðstefnu sem Vinnueftirlitið, Ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytið standa að í dag.

Í einum fyrirlestri kemur fram að Vinnueftirlitið hafi veitt því athygli að slys á lögreglumönnum séu oft alvarleg. Í öðrum kemur fram að áberandi er að þrátt fyrir erfið störf lögreglumanna er formlegt heilsufarseftirlit þeirra ekki til staðar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×