Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ragnar Þór Ingólfsson, sem vann stórsigur í formannskjöri hjá VR, ætlar að fara fram á að laun hans verði lækkuð um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Hann segir SALEK samkomulagið dautt og ætlar ekki að setjast í miðstjórn Alþýðusambandsins með núverandi forystu þess.

Ólafía B. Rafnsdóttir, fráfarandi formaður, segir úrslitin koma á óvart. Rætt verður við þau í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fáum við líka til okkar góða gesti og ræðum vilja Donald Trump til að skera niður framlög Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, um helming.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×