Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Eyþór
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi flokksins mælist nú 25,4 prósent en það er 1,5 prósentustiga lækkun frá síðustu könnun.

Vinstri græn mælast með næst mest fylgi eða 23,5 prósent. Það er litlu minna fylgi en í síðustu könnun MMR þegar flokkurinn mældist með 23,9 prósent fylgi.

Píratar bæta við sig og mælist fylgi þeirra nú 13,7 prósent og er það hækkun um 2,1 prósentustig frá síðustu mælingu MMR.

Samfylkingin bætir við sig 0,8 prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 8,8 prósent fylgi. Fylgi Framsóknarflokks mælist nú 11,4 prósent en mældist 12,2 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar dalar og mælist nú 5,5 prósen en flokkurinn mældist 6,3% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist nú 5,0 prósent og mældist 5,2 prósent í síðustu könnun.

Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina milli mælinga. Alls kváðust 34,5 prósent styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 37,9 prósent í síðustu könnun.

Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 13. mars. 921 einstaklingar, 18 ára og eldri tóku þátt í könnunni.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×