Krakkarnir í hverfinu eru allskonar en eiga öll rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun. Öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla og flest í sinn hverfisskóla. Blanda fjölbreytts mannlífs einkennir flest íbúahverfi. Börnin eignast því skólafélaga sem búa við mismunandi aðstæður og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Það eykur víðsýni barnanna og þekkingu. Þetta er talinn einn helsti styrkleiki skólakerfisins á Íslandi. Skólinn getur svo með starfi sínu tryggt að börnin njóti jafnræðis og sé ekki mismunað, að þau fái að nýta hæfileika sína og styrkleika, geti stundað nám og geti eflst og þroskast á eigin forsendum, óháð stöðu sinni eða efnahag foreldranna. Þó er það svo að enn gera flestir skólar ráð fyrir því að foreldrar greiði hluta af námsgögnum barna sinna. Í landi sem hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um gjaldfrjálsa grunnmenntun senda flestir skólar árlega út innkaupalista til foreldra. Í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla kemur fram að sterk tengsl eru á milli efnislegrar fátæktar og skorts á menntun og tækifærum. Því sé menntun og jöfnun tækifæra ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt. Fram kemur að með stuðningi skólakerfisins hafi börn sem búa við fátækt alla burði til að standa sig vel og brjótast úr fátæktinni. Eitt lítið lóð á þær vogarskálar er að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun. Algjörlega óásættanlegt Þrátt fyrir að jöfnuður sé talinn hve mestur á Íslandi samkvæmt skýrslunni eiga allt að 11.000 börn eða 14% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er algjörlega óásættanlegt. Þessum börnum er mismunað, þau eru síður líkleg til að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn, svo sem tómstundum, menningu og listum og öðlast líf sem þau telja gott. Skólinn getur ekki breytt efnahagslegri stöðu foreldra, en hann getur með starfi sínu og aðgerðum minnkað aðstöðumun barna. Kaup á námsgögnum eru baggi á mörgum barnafjölskyldum. Vafalaust myndu margar þeirra kjósa að nota það fjármagn til annarra hluta, svo sem í tómstundir fyrir börn sín, eða annars sem göfgar líf og eykur samveru og samkennd fjölskyldna. Barnaheill hafa ítrekað sent áskorun á stjórnvöld um að breyta grunnskólalögum svo óheimilt verði að krefja foreldra um greiðslu á námsgögnum. Hjálpaðu okkur að fá sem flesta til að skrifa undir í undirskriftasöfnun á barnaheill.is/askorun. Í næstu viku afhendum við nýjum menntamálaráðherra listann og þrýstum á hann og þingheim að breyta lögunum. Stuðlum að samfélagi þar sem öll börn búa við jöfn tækifæri og er ekki mismunað vegna efnahags foreldra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun. Öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla og flest í sinn hverfisskóla. Blanda fjölbreytts mannlífs einkennir flest íbúahverfi. Börnin eignast því skólafélaga sem búa við mismunandi aðstæður og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Það eykur víðsýni barnanna og þekkingu. Þetta er talinn einn helsti styrkleiki skólakerfisins á Íslandi. Skólinn getur svo með starfi sínu tryggt að börnin njóti jafnræðis og sé ekki mismunað, að þau fái að nýta hæfileika sína og styrkleika, geti stundað nám og geti eflst og þroskast á eigin forsendum, óháð stöðu sinni eða efnahag foreldranna. Þó er það svo að enn gera flestir skólar ráð fyrir því að foreldrar greiði hluta af námsgögnum barna sinna. Í landi sem hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um gjaldfrjálsa grunnmenntun senda flestir skólar árlega út innkaupalista til foreldra. Í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla kemur fram að sterk tengsl eru á milli efnislegrar fátæktar og skorts á menntun og tækifærum. Því sé menntun og jöfnun tækifæra ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt. Fram kemur að með stuðningi skólakerfisins hafi börn sem búa við fátækt alla burði til að standa sig vel og brjótast úr fátæktinni. Eitt lítið lóð á þær vogarskálar er að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun. Algjörlega óásættanlegt Þrátt fyrir að jöfnuður sé talinn hve mestur á Íslandi samkvæmt skýrslunni eiga allt að 11.000 börn eða 14% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er algjörlega óásættanlegt. Þessum börnum er mismunað, þau eru síður líkleg til að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn, svo sem tómstundum, menningu og listum og öðlast líf sem þau telja gott. Skólinn getur ekki breytt efnahagslegri stöðu foreldra, en hann getur með starfi sínu og aðgerðum minnkað aðstöðumun barna. Kaup á námsgögnum eru baggi á mörgum barnafjölskyldum. Vafalaust myndu margar þeirra kjósa að nota það fjármagn til annarra hluta, svo sem í tómstundir fyrir börn sín, eða annars sem göfgar líf og eykur samveru og samkennd fjölskyldna. Barnaheill hafa ítrekað sent áskorun á stjórnvöld um að breyta grunnskólalögum svo óheimilt verði að krefja foreldra um greiðslu á námsgögnum. Hjálpaðu okkur að fá sem flesta til að skrifa undir í undirskriftasöfnun á barnaheill.is/askorun. Í næstu viku afhendum við nýjum menntamálaráðherra listann og þrýstum á hann og þingheim að breyta lögunum. Stuðlum að samfélagi þar sem öll börn búa við jöfn tækifæri og er ekki mismunað vegna efnahags foreldra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar