Innlent

Líkir haftalosun við morgungjöf til vogunarsjóða

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi brugðist hagsmunum almennings í haftamálinu og líkir þeim samningum sem nú liggja fyrir við morgungjöf til vogunarsjóða í New York.

Þetta kom fram í máli Sigmundur á Alþingi í dag þegar fjármálaráðherra fluttir munnlega skýrslu um afnám gjaldeyrishafta.

Sigmundur gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að semja upp á nýtt við við þá kröfuhafa sem ekki vildu fallast á síðasta tilboð stjórnvalda.

„Hvers vegna stimplar ríkisstjórnin sig inn með þessum hætti? Með morgungjöf hæstvirts fjármálaráðherra til vogunarsjóða í New York. Hvernig stendur á því, virðulegur forseti, að ríkisstjórnin fylgdi ekki þeirri áætlun sem boðuð hafði verið að byrja á því að losa íslenskan almenning úr höftum og að þeir sem ekki vildu spila með því, þeir sem ætluðu að hafa Ísland að féþúfu vegna vandræða í efnahagsmál, þeir yrðu látnir bíða," sagði Sigmundur á Alþingi í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×