Artur fór í bíó kvöldið sem hann hvarf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2017 19:00 Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans. Arturs hefur verið saknað síðan um mánaðamótin. Vitað er að hann tók strætó frá Breiðholti þriðjudaginn 28. febrúar og að hann fór úr strætisvagninum við Laugarásbíó rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag bendir allt til þess að hann hafi farið einn síns liðs í bíó. Næst er vitað um ferðir Arturs í miðbæ Reykjavíkur þar sm hann sést í öryggismyndavél í Lækjargötu taka peninga út úr hraðbanka. Rúmum þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í vesturhluta Kópavogs en eftir það slökknar á símanum. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Formleg leit hófst að Arturi í gær en sjötíu björgunarsveitarmenn leituðu fram á kvöld á stóru svæði í kringum vesturbæ Kópavogs. Leitað var á bátum, með drónum auk þess sem gengið var meðfram ströndinni. Talsvert færri tóku þátt í leitinni í dag en um tuttugu björgunarsveitarmenn þræddu leitarsvæðið auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkan sex í dag var leit björgunarsveitarfólks lokið en bátur gæslunnar fór um svæðið og skoðaði sjávarbotninn betur. Málið er ekki rannsakað sem sakamál heldur sem mannshvarf. Lögreglan segir afar ólíklegt að Artur hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum, en fjölskylda hans ákvað í dag að gera pólskum lögregluyfirvöldum viðvart um málið og ætla að lýsa eftir honum í fjölmiðlum þar. Guðmundur Páll Jónsson, sem styrir rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglu hafi borist ábendingar vegna þess og að verið sé að vinna úr þeim. Búið er að yfirheyra tólf manns og þá er verið að rannsaka tölvu Arturs og farsímagögn. Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07 Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans. Arturs hefur verið saknað síðan um mánaðamótin. Vitað er að hann tók strætó frá Breiðholti þriðjudaginn 28. febrúar og að hann fór úr strætisvagninum við Laugarásbíó rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag bendir allt til þess að hann hafi farið einn síns liðs í bíó. Næst er vitað um ferðir Arturs í miðbæ Reykjavíkur þar sm hann sést í öryggismyndavél í Lækjargötu taka peninga út úr hraðbanka. Rúmum þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í vesturhluta Kópavogs en eftir það slökknar á símanum. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Formleg leit hófst að Arturi í gær en sjötíu björgunarsveitarmenn leituðu fram á kvöld á stóru svæði í kringum vesturbæ Kópavogs. Leitað var á bátum, með drónum auk þess sem gengið var meðfram ströndinni. Talsvert færri tóku þátt í leitinni í dag en um tuttugu björgunarsveitarmenn þræddu leitarsvæðið auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkan sex í dag var leit björgunarsveitarfólks lokið en bátur gæslunnar fór um svæðið og skoðaði sjávarbotninn betur. Málið er ekki rannsakað sem sakamál heldur sem mannshvarf. Lögreglan segir afar ólíklegt að Artur hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum, en fjölskylda hans ákvað í dag að gera pólskum lögregluyfirvöldum viðvart um málið og ætla að lýsa eftir honum í fjölmiðlum þar. Guðmundur Páll Jónsson, sem styrir rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglu hafi borist ábendingar vegna þess og að verið sé að vinna úr þeim. Búið er að yfirheyra tólf manns og þá er verið að rannsaka tölvu Arturs og farsímagögn.
Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07 Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25
Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07
Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05