Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Almar Guðmundsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Helga Árnadóttir skrifa 14. mars 2017 07:00 Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar