Innlent

Fíkniefnamál á Ísafirði til rannsóknar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Vestfjörðum handtók í síðustu viku mann sem grunaður er um neyslu og dreifingu fíkniefna á norðanverðum Vestfjörðum. Gerð var húsleit í tveimur íbúðum í Ísafjarðarbæ í tengslum við málið, en maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála.

Neysluáhöld fundust í íbúðunum en engin fíkniefni, en lögregla telur sig hafa vísbendingar um að dreifing hafi átt sér stað. Maðurinn var yfirheyrður en hefur verið sleppt lausum. Ætluð brot hans eru til rannsóknar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan minnir á upplýsingasíma sinn varðandi ábendingar um fíkniefnameðhöndlun, 800-5005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×