Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 „Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira