Innlent

Ekið á sjúkrabíl við sjúkraflutninga

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Pjetur
Um klukkan 11 í morgun var fólksbifreið ekið á sjúkrabíl sem var á leiðinni með sjúkling á slysadeild Landspítalans á Bústaðavegi. Fólksbílnum hafði verið ekið yfir á rauðu ljósi og inn í hlið sjúkrabílsins. Eneing slys urðu á fólki við áreksturinn en minniháttar tjón varð á ökutækjum.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu um klukkan 14 í dag vegna karlmanns sem væri að ógna fólki með kylfu fyrir utan fjölbýlishús í hverfi 108.

Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um var að ræða deilur milli nágranna vegna grasskemmda sem orðið höfðu vegna lyftu við flutninga úr húsnu. Kom til orðaskipta milli íbúa vegna þess. Maðurinn sem er íbúi í húsinu hafði ákveðið að leggja áherslu á orð sín með því að hafa kylfu meðferðis. 

Lögregla lagði hald á kylfuna og á maðurinn von á kæru vegna brots á vopnalögum.

Klukkan 16:19 hafði lögregla afskipti af karlmanni í húsnæði í Breiðholti vegna gruns um kannabisræktun. Um minniháttar ræktun var að ræða og var lagt hald á plöntur auk tækja og tóla til kannabisræktunar. Maðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni skýrslutöku.

Lögreglu bárust tvær tilkynningar vegna heimiliosfbeldis í dag. Annars vegar í morgun í Grafarvogi og hins vegar klukkan hálf fimm í Kópavogi. Í báðum tilfellum var karlmaður handtekinn vegna málsins og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×