Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ítarlega verður fjallað um tíðindi dagsins af haftamálum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt verður við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, og fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að afnám hafta sé gott fyrir efnahagslífið en setur spurningamerki við samninga við aflandskrónueigendur.

Við ræðum síðan við Gylfa Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, í beinni útsendingu.

Það verður einnig fjallað um leitina að Arturi Jarmoszko sem hófst í dag og hefur enn engan árangur borið. Um sjötíu björgunarsveitarmenn leita nú á stóru svæði í vesturbæ Kópavogs.

Í kvöldfréttum ræðum við einnig við þjóðgarðsvörð á Þingvöllum og ferðaþjónustuaðila sem fylgja fólki í Silfru en samkomulag hefur tekist milli þeirra um hertari reglur um köfun í gjánni og verður hún því opnuð aftur á morgun.

Við ræðum síðan við Svölu Björgvinsdóttur en hún verður fulltrúi Íslands á Eurovision í Kænugarði í maí. Svala fékk tæplega tvö hundruð og fimmtíu þúsund atkvæði í úrslitakeppninni í gær.

Þetta og meira til í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunni og í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×