Innlent

Friðrik Þór nýr formaður Heimdallar

Birgir Olgeirsson skrifar
Friðrik Þór og Elísabet sem voru í kvöld kjörin formaður og varaformaður Heimdallar.
Friðrik Þór og Elísabet sem voru í kvöld kjörin formaður og varaformaður Heimdallar. Aðsend.
Friðrik Þór Gunnarsson er nýr formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta var ljóst þegar talningu lauk á atkvæðum í Valhöll í kvöld. Friðrik fékk 601 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Lísbet Sigurðardóttir, hlaut 248 atkvæði.

Elísabet Inga Sigurðardóttir er því nýr varaformaður Heimdallar en ásamt henni og Friðriki buðu sig fram til stjórnar tíu ungmenni á aldrinum 17 til 29 ára en þau eru:

Aron Freyr Lárusson, viðskiptafræðingur hjá Vodafone, nemi í verðbréfamiðlun og dyravörður.

Einar Karl Jónsson, leikari við Borgarleikhúsið og nemi við Verzlunarskóla Íslands.

Jafet Máni Magnúsarson, leikari og ritari skólafélags Menntaskólans við Sund.

Jónína Sigurðardóttir, nemi í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands og formaður sviðsráðs menntavísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Kristín Lilja Sigurðardóttir, fyrirsæta og formaður femínistafélags skólafélags Menntaskólans við Sund.

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, nemi við Verzlunarskóla Íslands og meðlimur í ritstjórn Verzlunarskólablaðsins.

Oddur Þórðarson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík og starfsmaður Hagstofu Íslands.

Steinar Ingi Kolbeins, nemi og Ármaður skólafélags Menntaskólans við Sund og sjónvarpsfréttaritari Nútímans.

Vaka Vigfúsdóttir, dansari og nemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Þorsteinn Friðrik Halldórsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands, blaðamaður og ritstjóri Hjálma, tímarits hagfræðinema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×