Innlent

Tekinn á 169 kílómetra hraða á Hellisheiði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm
Alls hefur lögreglan á Suðurlandi kært 59 manns fyrir of hraðan akstur fyrstu tíu daga marsmánaðar, 17 Íslendinga og 41 erlendan ökumann.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi er sagt frá tævönskum ríkisborgara sem tekinn var á 169 kílómetra hraða á Hellisheiði. Fyrir það greiddi hann 150 þúsund krónur í sekt og var sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði.

Svo voru tveir teknir fyrir að aka á 147 kílómetra hraða, annar, bandarískur ríkisborgari, ók m Eldhraun og hinn, svissneskur ríkisborgari fór um Mýrdalssand. Báðir voru sviptir ökuréttindum í einn mánuð vegna brota sinna.

Segir í færslunni að erlendir ökumenn aki mun hraðar en þeir íslensku en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×