Innlent

Leita tveggja pilta eftir vopnað rán í 10-11

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vopnað rán var framið í verslun 10-11 í Grímsbæ.
Vopnað rán var framið í verslun 10-11 í Grímsbæ.
Uppfært klukkan 14:02: Sigurbjörn Jónsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að lögreglan sé hugsanlega búin að finna piltana sem rændu verslun 10-11 í Grímsbæ í dag.

Tveir voru handteknir nú fyrir stundu ekki langt frá versluninni og mun lögreglan færa þá til yfirheyrslu nú. Ekki liggur þó enn fyrir hvernig vopni piltarnir beittu né hvort þeir stálu einhverju.

Lögreglan leitar nú tveggja pilta sem frömdu vopnað rán í verlun 10-11 í Grímsbæ upp úr klukkan 13 í dag.

Fyrst var greint frá málinu á vef DV en Sigurbjörn Jónsson, varðstjóri há lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvernig vopn piltarnir voru með en þeir huldu andlit sín með hettum.

Þá er heldur ekki komið á hreint hvort þeir hafi náð að stela einhverju. Lögreglan er að störfum í versluninni sem hefur verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×