Innlent

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Gissur Sigurðsson skrifar
Karl og kona voru hætt komin þegar eldur kviknaði í íbúð þeirra í litlu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ rétt fyrir miðnætti.
Karl og kona voru hætt komin þegar eldur kviknaði í íbúð þeirra í litlu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ rétt fyrir miðnætti. vísir/stefán
Karl og kona voru hætt komin þegar eldur kviknaði í íbúð þeirra í litlu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ rétt fyrir miðnætti. Nágrannar tilkynntu um reyk frá íbúðinni og voru þrír lögreglumenn fyrstir á vettvang, sem þegar fóru inn í íbúðina og náðu þar út meðvitundarlítilli konu en svo komu reykkafarar slökkviliðsins og náðu karlmanninum út, sem þá var líka orðinn meðvitundarlítill.

Mátti ekki tæpara standa að bjarga þeim, að sögn slökkviliðsins, en mikill reykur var í íbúðinni. Þau voru fyrst flutt á sjúkrahúsið í Keflavík en þaðan svo með hraði á slysadeild Landspítalans, en ekki er nánar vitað um líðan þeirra.

Lögreglumönnunum þremur, sem fóru inn í íbúðina var strax gefið súrefni og fóru svo til skoðunar á sjúkrahúsið, en reyndist ekki hafa orðið meint af reyknum. Aðrar íbúðir í húsinu voru rýmdar til öryggis, en greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem logaði í eldhúsi íbúðarinnar. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×