Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 17:49 Sally Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í tíð Obama. Hún var starfandi dómsmálaráðherra til skamms tíma eftir að Trump tók við. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40