Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári sérhæfði sig í rannsóknum á ofbeldisbrotum hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Honum var vikið tímabundið úr starfi í síðustu viku – níu mánuðum eftir að atvikið á að hafa átt sér stað. Lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri og hefur starfað sem lögreglumaður í rúman áratug, er sakaður um að hafa veist að fanganum í fangelsinu á Hverfisgötu mánudaginn 16. maí 2016. Sigríður Björk Guðjónsdóttir á blaðmannafundi fyrr á árinu.Vísir/Anton BrinkMálið kært þremur vikum síðar Í ákærunni er hann meðal annars sagður hafa skellt höfði fangans í tvígang í gólfið. Myndbandsupptaka er til af atvikinu þar sem bæði má heyra og sjá það sem fram fór á milli mannanna tveggja. Fanginn lagði fram formlega kæru 7. júní í fyrra og var rannsókn málsins á forræði embættis héraðssaksóknara. Maðurinn starfaði hjá lögreglunni á meðan rannsókn stóð yfir, er einn þriggja starfsmanna miðlægu deildarinnar sem einbeita sér alfarið að rannsóknum ofbeldisbrota og annar tveggja lögreglumanna sem hafa að mestu leyti séð um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, að öðru leyti en því að verið sé að skoða málið. Sigríður var í sumarleyfi þegar málið kom upp í maí í fyrra.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.Vísir/E.Ól.Segist ekki hafa verið upplýstur um atvikið Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari, sem var staðgengill Sigríðar á þessum tíma, segist ekki hafa verið upplýstur um atvikið fyrr en í janúar síðastliðnum. Héraðssaksóknari hafi óskað eftir málsgögnum í júní en að sjálfur hafi hann ekki talið tilefni til þess að fá frekari skýringar á beiðni saksóknara. „Það kom beiðni um að afhenda þessi gögn en ég var ekkert upplýstur um að verið væri að rannsaka atvikið í fangaklefanum. Síðan kom ekki beiðni um myndbandsupptöku úr fangaklefanum fyrr en löngu síðar,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Áhersla sé lögð á að veita héraðssaksóknara óheftan aðgang að gögnum í tengslum við mál er varða lögreglumenn og því geti þeir sótt gögnin milliliðalaust. „Í þessu tilviki er það á kostnað þess að við fáum ekki upplýsingar um að verið sé að biðja um þessar upptökur og að það sé kjarni málsins. Sá starfsmaður sem afritar þær og afhendir hefur ekki hugmynd hvaða mál þetta er, afritar það bara og afhendir samkvæmt beiðni.“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.Vísir/GVARéttast að bíða átekta Hann segist hafa verið upplýstur um málið þegar rannsókn þess var að ljúka í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað. Vegna þess hve langur tími hafi liðið hafi hann talið réttast að víkja lögreglumanninum ekki frá störfum heldur bíða eftir ákvörðun héraðssaksóknara um hvort gefa ætti út ákæru í málinu. Aðspurður segir Jón það vissulega óheppilegt að embætti lögreglunnar hafi ekki verið upplýst um atvikið. Verkferlar á milli héraðssaksóknara og lögreglunnar verði bættir. „Við erum nú þegar búin að átta okkur á því hvað þarna fór úrskeiðis og þykjumst vera búin að koma leiðréttingum við því,“ segir hann. Framvegis þurfi beiðnir um málsgögn að fara í gegnum lögreglustjóra. Ákæra í málinu var gefin út 17. mars síðastliðinn og var manninum í kjölfarið vikið úr starfi, en í ákærunni er maðurinn sagður hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fangann úr fangageymslu og fyrir dómara. Fanginn krefst tveggja milljóna króna í skaðabætur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, vildi ekki tjá sig um málið.Tilfæringar og brottvísanir í starfi hafa verið óvenjutíð hjá lögreglu undanfarin misseri og valdið yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu erfiðleikum eins og sjá má dæmi um hér að neðan. Þá eru fleiri dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot.Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, taldi ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum það alvarlegar að ekki væri um ananð að ræða en rannsókn færi fram á málinu.Vísir/PjeturSendur milli deildaVorið 2015 lögðu níu lögreglumenn hjá þáverandi fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nafn sitt við lista þar sem gerð var alvarleg athugasemd við samstarfsmann, lögreglufulltrúa sem þeir töldu sig ekki geta treyst. Ítarlega var fjallað um málið á Vísi á sínum tíma en umræddur lögreglufulltrúi gegndi yfirmannsstöðu bæði í rannsóknar- og upplýsingadeild á sama tíma sem þykir óheppilegt fyrirkomulag. Nánir yfirmenn hundsuðu athugasemdir samstarfsmanna sem leituðu til ríkislögreglustjóra með áhyggjur sínar. Eftir marga mánuði þar sem lögreglumaðurinn, sem grunaður var um að leka upplýsingum til umsvifamikils aðila í fíkniefnaheiminum, var færður á milli deilda, meðal annars í símhlustanir, var honum vikið frá störfum í ársbyrjun 2016 og rannsókn héraðssaksóknara hófst. Rannsókn lögreglu gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni, þurfti meðal annars að hætta afskiptum af rannsókninni. Ástæðan var sú að Grímur er náinn vinur Karls Steinars Valssonar, fyrrverandi yfirmanns lögreglufulltrúans í fíkniefnadeildinni. Rannsókn héraðssaksóknara var hætt sumarið 2016 þar sem ekkert þótti benda til þess að hann hefði gerst brotlegur. Skoðun á bankareikningi lögreglufulltrúans og eiginkonu hans auk tölvupósts með sérstöku leitarforriti leiddi ekkert í ljós. Þá komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að brottvikning lögreglufulltrúans hefði brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ákvörðunin hefði verið byggð á orðrómi. Jens Gunnarsson mætir í dómssal í nóvember. Með honum á myndinni er Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels.Vísir/ErnirAnnar lögreglumaður bíður dóms Um svipað leyti var annar rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglu, Jens Gunnarsson, úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa þegið greiðslur frá brotamönnum í skiptum fyrir upplýsingar. Var honum um leið vikið frá störfum á meðan rannsókn málsins fór fram. Rannsókn málsins leiddi til ákæru en á meðal sönnunargagna í málinu er upptaka af samtali Jens við Pétur Axel Pétursson sem einnig er ákærður fyrir að bera fé á lögregluna. Upptakan barst ríkissaksóknara í lok árs 2015 og sættu Jens og Pétur Axel gæsluvarðhaldi í framhaldinu. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum og má reikna með dómi á næstu tveimur vikum. Í framhaldi af því að lögreglumönnunum tveimur var vikið frá störfum í janúar 2016 var Aldís Hilmarsdóttir, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeilarinnar, færð til í starfi. Hún hefur kært ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins og fer fram á milljónir í skaðabætur.Íbúar við Laugaveg festu atvikið á filmu og fór myndbandið sem eldur í sinu á netinu.Dæmdir fyrir ofbeldisbrot Nokkuð hefur verið um að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi undanfarin ár, þar á meðal ofbeldisbrot.Lögreglumaður hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm í Hæstarétti í lok árs 2014 fyrir harkalega handtöku á Laugavegi sumarið 2013. Handtakan náðist á myndband. Þá fékk lögreglumaður sextíu daga skilorðsbundinn dóm sumarið 2015 fyrir að skalla jafnaldra sinn á frívakt í Keflavík sumarið 2013. Sömuleiðis fékk lögreglumaður dóm árið 2011 fyrir að aka á ölvaðan einstakling sem hann hafði veitt eftirför. Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári sérhæfði sig í rannsóknum á ofbeldisbrotum hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Honum var vikið tímabundið úr starfi í síðustu viku – níu mánuðum eftir að atvikið á að hafa átt sér stað. Lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri og hefur starfað sem lögreglumaður í rúman áratug, er sakaður um að hafa veist að fanganum í fangelsinu á Hverfisgötu mánudaginn 16. maí 2016. Sigríður Björk Guðjónsdóttir á blaðmannafundi fyrr á árinu.Vísir/Anton BrinkMálið kært þremur vikum síðar Í ákærunni er hann meðal annars sagður hafa skellt höfði fangans í tvígang í gólfið. Myndbandsupptaka er til af atvikinu þar sem bæði má heyra og sjá það sem fram fór á milli mannanna tveggja. Fanginn lagði fram formlega kæru 7. júní í fyrra og var rannsókn málsins á forræði embættis héraðssaksóknara. Maðurinn starfaði hjá lögreglunni á meðan rannsókn stóð yfir, er einn þriggja starfsmanna miðlægu deildarinnar sem einbeita sér alfarið að rannsóknum ofbeldisbrota og annar tveggja lögreglumanna sem hafa að mestu leyti séð um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, að öðru leyti en því að verið sé að skoða málið. Sigríður var í sumarleyfi þegar málið kom upp í maí í fyrra.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.Vísir/E.Ól.Segist ekki hafa verið upplýstur um atvikið Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari, sem var staðgengill Sigríðar á þessum tíma, segist ekki hafa verið upplýstur um atvikið fyrr en í janúar síðastliðnum. Héraðssaksóknari hafi óskað eftir málsgögnum í júní en að sjálfur hafi hann ekki talið tilefni til þess að fá frekari skýringar á beiðni saksóknara. „Það kom beiðni um að afhenda þessi gögn en ég var ekkert upplýstur um að verið væri að rannsaka atvikið í fangaklefanum. Síðan kom ekki beiðni um myndbandsupptöku úr fangaklefanum fyrr en löngu síðar,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Áhersla sé lögð á að veita héraðssaksóknara óheftan aðgang að gögnum í tengslum við mál er varða lögreglumenn og því geti þeir sótt gögnin milliliðalaust. „Í þessu tilviki er það á kostnað þess að við fáum ekki upplýsingar um að verið sé að biðja um þessar upptökur og að það sé kjarni málsins. Sá starfsmaður sem afritar þær og afhendir hefur ekki hugmynd hvaða mál þetta er, afritar það bara og afhendir samkvæmt beiðni.“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.Vísir/GVARéttast að bíða átekta Hann segist hafa verið upplýstur um málið þegar rannsókn þess var að ljúka í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað. Vegna þess hve langur tími hafi liðið hafi hann talið réttast að víkja lögreglumanninum ekki frá störfum heldur bíða eftir ákvörðun héraðssaksóknara um hvort gefa ætti út ákæru í málinu. Aðspurður segir Jón það vissulega óheppilegt að embætti lögreglunnar hafi ekki verið upplýst um atvikið. Verkferlar á milli héraðssaksóknara og lögreglunnar verði bættir. „Við erum nú þegar búin að átta okkur á því hvað þarna fór úrskeiðis og þykjumst vera búin að koma leiðréttingum við því,“ segir hann. Framvegis þurfi beiðnir um málsgögn að fara í gegnum lögreglustjóra. Ákæra í málinu var gefin út 17. mars síðastliðinn og var manninum í kjölfarið vikið úr starfi, en í ákærunni er maðurinn sagður hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fangann úr fangageymslu og fyrir dómara. Fanginn krefst tveggja milljóna króna í skaðabætur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, vildi ekki tjá sig um málið.Tilfæringar og brottvísanir í starfi hafa verið óvenjutíð hjá lögreglu undanfarin misseri og valdið yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu erfiðleikum eins og sjá má dæmi um hér að neðan. Þá eru fleiri dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot.Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, taldi ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum það alvarlegar að ekki væri um ananð að ræða en rannsókn færi fram á málinu.Vísir/PjeturSendur milli deildaVorið 2015 lögðu níu lögreglumenn hjá þáverandi fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nafn sitt við lista þar sem gerð var alvarleg athugasemd við samstarfsmann, lögreglufulltrúa sem þeir töldu sig ekki geta treyst. Ítarlega var fjallað um málið á Vísi á sínum tíma en umræddur lögreglufulltrúi gegndi yfirmannsstöðu bæði í rannsóknar- og upplýsingadeild á sama tíma sem þykir óheppilegt fyrirkomulag. Nánir yfirmenn hundsuðu athugasemdir samstarfsmanna sem leituðu til ríkislögreglustjóra með áhyggjur sínar. Eftir marga mánuði þar sem lögreglumaðurinn, sem grunaður var um að leka upplýsingum til umsvifamikils aðila í fíkniefnaheiminum, var færður á milli deilda, meðal annars í símhlustanir, var honum vikið frá störfum í ársbyrjun 2016 og rannsókn héraðssaksóknara hófst. Rannsókn lögreglu gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni, þurfti meðal annars að hætta afskiptum af rannsókninni. Ástæðan var sú að Grímur er náinn vinur Karls Steinars Valssonar, fyrrverandi yfirmanns lögreglufulltrúans í fíkniefnadeildinni. Rannsókn héraðssaksóknara var hætt sumarið 2016 þar sem ekkert þótti benda til þess að hann hefði gerst brotlegur. Skoðun á bankareikningi lögreglufulltrúans og eiginkonu hans auk tölvupósts með sérstöku leitarforriti leiddi ekkert í ljós. Þá komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að brottvikning lögreglufulltrúans hefði brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ákvörðunin hefði verið byggð á orðrómi. Jens Gunnarsson mætir í dómssal í nóvember. Með honum á myndinni er Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels.Vísir/ErnirAnnar lögreglumaður bíður dóms Um svipað leyti var annar rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglu, Jens Gunnarsson, úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa þegið greiðslur frá brotamönnum í skiptum fyrir upplýsingar. Var honum um leið vikið frá störfum á meðan rannsókn málsins fór fram. Rannsókn málsins leiddi til ákæru en á meðal sönnunargagna í málinu er upptaka af samtali Jens við Pétur Axel Pétursson sem einnig er ákærður fyrir að bera fé á lögregluna. Upptakan barst ríkissaksóknara í lok árs 2015 og sættu Jens og Pétur Axel gæsluvarðhaldi í framhaldinu. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum og má reikna með dómi á næstu tveimur vikum. Í framhaldi af því að lögreglumönnunum tveimur var vikið frá störfum í janúar 2016 var Aldís Hilmarsdóttir, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeilarinnar, færð til í starfi. Hún hefur kært ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins og fer fram á milljónir í skaðabætur.Íbúar við Laugaveg festu atvikið á filmu og fór myndbandið sem eldur í sinu á netinu.Dæmdir fyrir ofbeldisbrot Nokkuð hefur verið um að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi undanfarin ár, þar á meðal ofbeldisbrot.Lögreglumaður hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm í Hæstarétti í lok árs 2014 fyrir harkalega handtöku á Laugavegi sumarið 2013. Handtakan náðist á myndband. Þá fékk lögreglumaður sextíu daga skilorðsbundinn dóm sumarið 2015 fyrir að skalla jafnaldra sinn á frívakt í Keflavík sumarið 2013. Sömuleiðis fékk lögreglumaður dóm árið 2011 fyrir að aka á ölvaðan einstakling sem hann hafði veitt eftirför.
Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent