Líkti mishárri kostnaðarþátttöku karla og kvenna í heilbrigðiskerfinu við bleikan skatt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 16:17 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Hanna Katrín Friðriksson. vísir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, út í misháa kostnaðarþáttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni eftir því hvort um væri að ræða þjónustu sem konur þurfa frekar á að halda en karlar. Meðaltal kostnaðarþátttöku kvenna hefur þannig verið mun hærra en meðaltal kostnaðarþátttöku karla og líkti þingmaðurinn þessu við bleika skattinn sem nokkuð hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. Vísaði Hanna Katrín í tölur sem hún hafði skoðað frá árunum 2010 til 2016 sem leiða í ljós að í kvenlægum greinum í heilbrigðisþjónustunni, það er að segja í sérfræðigreinum þar sem konur eru í miklum meirihluta, er greiðsluþáttaka einstaklinga 10 prósent yfir heildarmeðaltali. Í karllægum greinum er greiðsluþáttaka einstaklinga hins vegar 33 prósent undir meðaltali. Í greinum þar sem er svo ekki marktækur munur á fjölda karla og kvenna sem nota þjónustuna er kostnaðarþáttakan 11,5 prósent yfir meðaltali. „Ég ætla í sjálfu sér ekkert að standa hér og mótmæla því, ef lesa má milli línanna, að karlar séu almennt einfaldari og ódýrari gerð af homo sapiens en konur en mig langar til að spyrja hæstvirtan heilbrigðisráðherra hvort það sé ekki ástæða til þess að fara betur ofan í saumana á þessum málum, kyngreina komugjöld til sérfræðinga og nota tækifærið núna þegar verið er að vinna á breytingum á greiðsluþáttökureglugerðum og koma þessum málum í lag því þetta er ekki í lagi svona.“ Heilbrigðisráðherra tók undir með þingmanninum. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi kynjaðrar hagstjórnar og finnst að kynjagleraugun séu mjög mikilvæg þegar kemur að því að skoða bæði heilbrigðismál en ekki síður fjármál og Excel-inn. Ég verð að viðurkenna það að almennt þegar ég horfi á heilbrigðisþjónustu eða krankleika þá er ég ekki að kyngreina vandræðin en ég veit að vissulega er sum heilbrigðisþjónusta háðari öðru kyninu en hinu. Ég hef ekki annað en orð háttvirts þingmanns fyrir þessum mismun sem mér þykir sláandi og finnst vissulega ástæða til að skoða betur og greina,“ sagði Óttarr. Hanna Katrín þakkaði ráðherranum fyrir svarið og sagði það í anda þess sem hún vonaðist. „Ég hef fullan skilning á því að þrátt fyrir töluverða umfjöllun í fjölmiðlum á síðasta ári ef ég man rétt um bleikan skatt sem virðist detta á hinar ótrúlegustu vörur svo lengi sem einhverjar líkur eru á því að konur eða stúlkur noti þær umfram karla eða pilta þá þarf töluvert hugmyndaflug til að ímynda sér að bleiki liturinn sé að ryðja sér til rúms í heilbrigðiskerfinu eins og þessar tölur benda til,“ sagði Hanna Katrín. Óttarr sagði að í nýjum lögum um greiðsluþátttöku sjúklinga væri það alls ekki ætlun löggjafans eða andi laganna að mismuna fólki eftir kyni eða neinu öðru. Þvert á móti væri löggjöfin sett fram til að jafna byrðarnar. Hann fagnaði hins vegar umræðunni og kvaðst hlakka til að halda henni áfram. Alþingi Tengdar fréttir Grípa verður til aðgerða gagnvart bleikum skatti Varaformaður fjárlaganefndar segir að ekki geti talist eðlilegt að í tollskrá megi finna dæmi um kynjaðan verðmun. 14. febrúar 2016 20:45 Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00 Best að neytendur séu meðvitaðir um bleika skattinn Andri Ólafsson fór á stúfana með Björt Ólafsdóttur og voru þau fljót að finna fjölmörg dæmi um bleika skattinn. 15. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, út í misháa kostnaðarþáttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni eftir því hvort um væri að ræða þjónustu sem konur þurfa frekar á að halda en karlar. Meðaltal kostnaðarþátttöku kvenna hefur þannig verið mun hærra en meðaltal kostnaðarþátttöku karla og líkti þingmaðurinn þessu við bleika skattinn sem nokkuð hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. Vísaði Hanna Katrín í tölur sem hún hafði skoðað frá árunum 2010 til 2016 sem leiða í ljós að í kvenlægum greinum í heilbrigðisþjónustunni, það er að segja í sérfræðigreinum þar sem konur eru í miklum meirihluta, er greiðsluþáttaka einstaklinga 10 prósent yfir heildarmeðaltali. Í karllægum greinum er greiðsluþáttaka einstaklinga hins vegar 33 prósent undir meðaltali. Í greinum þar sem er svo ekki marktækur munur á fjölda karla og kvenna sem nota þjónustuna er kostnaðarþáttakan 11,5 prósent yfir meðaltali. „Ég ætla í sjálfu sér ekkert að standa hér og mótmæla því, ef lesa má milli línanna, að karlar séu almennt einfaldari og ódýrari gerð af homo sapiens en konur en mig langar til að spyrja hæstvirtan heilbrigðisráðherra hvort það sé ekki ástæða til þess að fara betur ofan í saumana á þessum málum, kyngreina komugjöld til sérfræðinga og nota tækifærið núna þegar verið er að vinna á breytingum á greiðsluþáttökureglugerðum og koma þessum málum í lag því þetta er ekki í lagi svona.“ Heilbrigðisráðherra tók undir með þingmanninum. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi kynjaðrar hagstjórnar og finnst að kynjagleraugun séu mjög mikilvæg þegar kemur að því að skoða bæði heilbrigðismál en ekki síður fjármál og Excel-inn. Ég verð að viðurkenna það að almennt þegar ég horfi á heilbrigðisþjónustu eða krankleika þá er ég ekki að kyngreina vandræðin en ég veit að vissulega er sum heilbrigðisþjónusta háðari öðru kyninu en hinu. Ég hef ekki annað en orð háttvirts þingmanns fyrir þessum mismun sem mér þykir sláandi og finnst vissulega ástæða til að skoða betur og greina,“ sagði Óttarr. Hanna Katrín þakkaði ráðherranum fyrir svarið og sagði það í anda þess sem hún vonaðist. „Ég hef fullan skilning á því að þrátt fyrir töluverða umfjöllun í fjölmiðlum á síðasta ári ef ég man rétt um bleikan skatt sem virðist detta á hinar ótrúlegustu vörur svo lengi sem einhverjar líkur eru á því að konur eða stúlkur noti þær umfram karla eða pilta þá þarf töluvert hugmyndaflug til að ímynda sér að bleiki liturinn sé að ryðja sér til rúms í heilbrigðiskerfinu eins og þessar tölur benda til,“ sagði Hanna Katrín. Óttarr sagði að í nýjum lögum um greiðsluþátttöku sjúklinga væri það alls ekki ætlun löggjafans eða andi laganna að mismuna fólki eftir kyni eða neinu öðru. Þvert á móti væri löggjöfin sett fram til að jafna byrðarnar. Hann fagnaði hins vegar umræðunni og kvaðst hlakka til að halda henni áfram.
Alþingi Tengdar fréttir Grípa verður til aðgerða gagnvart bleikum skatti Varaformaður fjárlaganefndar segir að ekki geti talist eðlilegt að í tollskrá megi finna dæmi um kynjaðan verðmun. 14. febrúar 2016 20:45 Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00 Best að neytendur séu meðvitaðir um bleika skattinn Andri Ólafsson fór á stúfana með Björt Ólafsdóttur og voru þau fljót að finna fjölmörg dæmi um bleika skattinn. 15. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Grípa verður til aðgerða gagnvart bleikum skatti Varaformaður fjárlaganefndar segir að ekki geti talist eðlilegt að í tollskrá megi finna dæmi um kynjaðan verðmun. 14. febrúar 2016 20:45
Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00
Best að neytendur séu meðvitaðir um bleika skattinn Andri Ólafsson fór á stúfana með Björt Ólafsdóttur og voru þau fljót að finna fjölmörg dæmi um bleika skattinn. 15. febrúar 2016 21:30