Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun og eru það fyrstu lóurnar sem fréttist af þettta vorið. Óvenju margar heiðlóur voru með vetursetur á Suðvestanverðu landinu segir á vef Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands.
Lóan er komin að kveða burt snjóinn segir í ljóði Páls Ólafssonar en óðum styttist í Sumardaginn fyrsta sem ber upp þann 20. apríl.
Fyrstu lóurnar í fyrra sáust þann 26. mars við Garðskagavita. Guðmundur Falk ljósmyndari náði mynd af henni í fyrra og veitti Vísi leyfi til að birta myndina af gleðigjafanum.

