Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2017 23:30 Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum, sýnir stjórnvöldum hug sinn en myndin er frá mótmælum í Berufirði þar sem hringveginum hefur tvívegis verið lokað. Mynd/Ólafur Björnsson Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. Á hringveginum eru átta kílómetrar eftir ómalbikaðir í Berufirði og hefur vegakaflinn ratað í fréttir með reglulegu millibili vegna afar slæms ástands. Til stóð að leggja fjármagn til þess að malbika vegakaflann en framkvæmdirnar urðu fórnarlamb um 10 milljarða króna á nýsamþykktri samgönguáætlun. Þetta sættu sveitungar sig ekki við og lokuðu veginum um Berufjörð í tvígang enda orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda. Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna, segir í samtali við Vísi að sveitungar séu ánægðir eftir að tilkynnt var í dag um að ríkisstjórnin myndi verja 1.200 milljóna króna viðbótarfé til vegagerðar á þessu ári, þar af fara um 300 milljónir í veginn um Berufjörð.Frá mótmælum á brúnni í Berufjarðarbotni. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fundaði á brúnni.djúpivogur„Við erum alsæl og algjörlega í skýjunum,“ segir Berglind og telur það liggja ljóst fyrir að þær aðgerðir sem sveitungar fóru í með því að loka þjóðvegi 1 hafi skilað sínu. „Mér finnst frábært að þau skyldu hafa hlustað á þessi miklu mótmæli sem voru um allt og land og brugðist við því, það sýnir mannir að lýðræðið virkar,“ segir Berglind. Sveitungar í Berufirði voru þó ekki þeir einu sem mótmæltu heldur var hringveginum um Hornafjarðarfljót einnig lokað auk þess sem þúsundir skrifuðu undir undirskriftasöfnun „Ákall til Íslendinga” þar sem þess var krafist að staðið verði við fyrirheit um endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Ljóst er að þessi mótmæli hafa skilað sínu enda fara um 400 milljónir af þeim 1.200 í framkvæmdir á þessum vegaköflum. Berglind segir að þó að menn séu glaðir með að fjármagn sé komið til þess að klára hringveginn í Berufirði, fagni heimamenn þó ekki fyrr en að framkvæmdir hefjist í raun og veru. „Heimamenn í kring eru margir svo varkárir að þeir þora ekki að fagna fyrr en að vinnuvélarnar eru mættar,“ segir Berglind sem er farinn að telja niður dagana þangað til hún getur keyrt um Berufjörð á malbiki. „Þetta er geggjað og dagurinn sem ég keyri þennan fjörð á malbiki, Jesús hvað það verður gaman.“ Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. Á hringveginum eru átta kílómetrar eftir ómalbikaðir í Berufirði og hefur vegakaflinn ratað í fréttir með reglulegu millibili vegna afar slæms ástands. Til stóð að leggja fjármagn til þess að malbika vegakaflann en framkvæmdirnar urðu fórnarlamb um 10 milljarða króna á nýsamþykktri samgönguáætlun. Þetta sættu sveitungar sig ekki við og lokuðu veginum um Berufjörð í tvígang enda orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda. Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna, segir í samtali við Vísi að sveitungar séu ánægðir eftir að tilkynnt var í dag um að ríkisstjórnin myndi verja 1.200 milljóna króna viðbótarfé til vegagerðar á þessu ári, þar af fara um 300 milljónir í veginn um Berufjörð.Frá mótmælum á brúnni í Berufjarðarbotni. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fundaði á brúnni.djúpivogur„Við erum alsæl og algjörlega í skýjunum,“ segir Berglind og telur það liggja ljóst fyrir að þær aðgerðir sem sveitungar fóru í með því að loka þjóðvegi 1 hafi skilað sínu. „Mér finnst frábært að þau skyldu hafa hlustað á þessi miklu mótmæli sem voru um allt og land og brugðist við því, það sýnir mannir að lýðræðið virkar,“ segir Berglind. Sveitungar í Berufirði voru þó ekki þeir einu sem mótmæltu heldur var hringveginum um Hornafjarðarfljót einnig lokað auk þess sem þúsundir skrifuðu undir undirskriftasöfnun „Ákall til Íslendinga” þar sem þess var krafist að staðið verði við fyrirheit um endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Ljóst er að þessi mótmæli hafa skilað sínu enda fara um 400 milljónir af þeim 1.200 í framkvæmdir á þessum vegaköflum. Berglind segir að þó að menn séu glaðir með að fjármagn sé komið til þess að klára hringveginn í Berufirði, fagni heimamenn þó ekki fyrr en að framkvæmdir hefjist í raun og veru. „Heimamenn í kring eru margir svo varkárir að þeir þora ekki að fagna fyrr en að vinnuvélarnar eru mættar,“ segir Berglind sem er farinn að telja niður dagana þangað til hún getur keyrt um Berufjörð á malbiki. „Þetta er geggjað og dagurinn sem ég keyri þennan fjörð á malbiki, Jesús hvað það verður gaman.“
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58
Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27