1200 milljónir til viðbótar í vegamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 15:12 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. vísir/vilhelm 1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“ Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“
Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira