1200 milljónir til viðbótar í vegamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 15:12 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. vísir/vilhelm 1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“ Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“
Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira