Innlent

Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð

Atli Ísleifsson skrifar
Klíníkin í Ármúla.
Klíníkin í Ármúla. Vísir/Ernir
Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar í Ármúla segir að Klíníkin uppfylli öll skilyrði og að starfsemi hennar haldi áfram ótrufluð. Hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina sem haldi áfram „þrátt fyrir ýmis konar upphrópanir síðustu daga sem flestar byggjast á misskilningi eða rangtúlkunum“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hjálmari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra sem send sé út í tilefni af fjölmiðlaumræðu um fimm daga legudeild Klíníkurinnar.

Óttarr Proppé heil­brigðis­ráðherra hefur sagt að ekki verði gerðir nýir samningar við Klíníkina um að reka legudeild. Þeir samningar sem nú eru í gildi munu gilda áfram. Ráðherra kveðst ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru rekin í gróðaskyni.

Mikil þörf

Í yfirlýsingunni frá Hjálmari kemur fram að á síðasta ári hafi komið 1.500 sjúklingar á Klíníkina og hafi sjúklingarnir verið komur í 85 prósent tilvika. „Það sem af er þessu ári er umfang starfseminnar um tvöfalt meira en á síðastliðnu ári og mikil þörf er fyrir þá þjónustu sem stofnunin veitir.

Forsíðufrétt Fréttatímans í dag þar sem fyrirsögnin er; ,,Leyfir ekki innlagnir á Klíníkina” er gott dæmi um beinlínis rangan fréttaflutning. Það liggur ljóst fyrir eftir ítarlega úttekt Embættis landlæknis frá 17. janúar sl. að Klíníkin uppfylli kröfur til að reka hvort heldur sem er sérhæfða sjúkrahúsþjónustu eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanna með 5 daga legudeild. Ekkert er því til fyrirstöðu að Klíníkin leggi inn sjúklinga í kjölfar aðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni.

Sjá má yfirlýsingu Hjálmars í heild sinni í viðhengi.


Tengdar fréttir

Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast

Nei þýðir nei, þýðir nei, þýðir nei

Heilbrigðisráðherra var þráspurður um það á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að samþykkja frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að heimila Klínikinni að reka einkasjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×