Erlent

Árásarmaðurinn og fjórir aðrir látnir eftir árásina við breska þinghúsið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill viðbúnaður er við þunghúsið í London.
Mikill viðbúnaður er við þunghúsið í London. Vísir/AFP
Uppfært klukkan 23.00 - BBC greinir frá því að fimm hafi látið lífið í árásinni, þar með talinn árásarmaðurinn. Um 40 manns eru særðir.

Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London í dag. Lögregluþjónninn sem árásarmaðurinn réðst á er á meðal þeirra látnu ásamt árásarmanninum sjálfum. BBC greinir frá.

Lögregluþjónninn var stunginn af árásármanninum eftir að hann ók á vegfarendur á Westminsterbrúnni við þinghúsið í London. Sjúkraflutningamenn hlúðu að minnst tíu vegfarendum á brúnni eftir árásina en samkvæmt BBC eru um tuttugu manns særðir eftir árásina.

Tobias Ellwood, utanríkisráðherra Bretlands, kom lögregluþjóninum sem var stunginn til aðstoðar. Hann beitti blástursaðferðinni og reyndi að stöðva flæði blóðs með því að þrýsta á sár hans.

Árásarmaðurinn var skotinn á lóð breska þingsins eftir að hann reyndi að komast inn í þinghúsið. Hann er talinn hafa verið einn að verki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×