Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 21:38 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, ræddi nýja eigendur í Arion banka í Kastljósi í kvöld. Vísir/GVA/ERNIR „Ég geri allt sem í mínu valdi stendur að það verði ekki gert,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Kastljósi í kvöld þegar hún var spurð hvað hún ætli að gera til að koma í veg fyrir að nýir eigendur Arion banka geti reist sömu spilaborgina og var gert fyrir fall bankanna árið 2008. Í Kastljósi var Unnur spurð hvort það gæti ekki talist eðlileg krafa að Íslendingar fái að vita hverjir það eru sem kaupa í bönkum hér á landi. Hún sagði svarið vera „já“ í því tilviki því hér á landi sé beinlínis lagaskylda að upplýsa það. Kaupendahópurinn samanstendur af Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, Taconic Capital sem eignast 9,99 prósent, Attestor Capital sem sömuleiðis eignast 9,99 prósent og svo Och-Ziff Capital sem sem keypti 6,6 prósenta hlut.Hafa gefið til kynna að þeir vilja kaupa meira Unnur upplýsti í kvöld að tveir eða þrír af þessum nýju eigendum hefðu gefið til kynna að þeir hafi í huga að kaupa meira, og þá mun Fjármálaeftirlitið leggja mat á þá sem virka eigendur, en virkir eigendur eru þeir sem eiga 10 prósent eða meira í bankanum.Fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að félögin sem halda utan um hluti Taconic Capital og Och-Ziff í Arion banka séu skráð til heimilis á Cayman-eyjum og því gæti reynst erfitt að rekja slóð þeirra. Unnur sagði að þegar Fjármálaeftirlitið skoðar hæfi virkra eigenda þá séu atriði til skoðunar líkt og orðspor eigenda, fjárhagsleg staða og fleira.Orðspor Och-Ziff laskað og lánshæfiseinkunn í ruslflokkiÍ september síðastliðnum greindi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frá því að Och Ziff hefði gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, vegna mútumáls. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Och-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.Greint var frá því á Vísi í dag að matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefði lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk degi eftir að félag á vegum Och-Ziff keypti hlutinn í Arion. Framtíðarhorfur félagsins eru sagðar neikvæðar, reksturinn fari versnandi og að ólíklegt þyki að félagið geti staðið undir fjárfestingum sínum. Unnur sagði að orðspor fyrirtækjanna yrði kannað og að sannreyna þyrfti upplýsingar sem hefðu komið fram undanfarna daga.Búið að herða reglur Spurð hvort að búið væri að girða fyrir að almenningur endi með gjaldþrota banka í fanginu líkt og árið 2008 svaraði Unnur að svo væri tryggt með Evrópulöggjöf sem væri búið að herða. Ábyrgð eigenda sé miklu meiri í dag og að löggjöfin miði að því að bankar lendi ekki á innistæðueigendum eða skattborgurum. Hún tók þó fram að ekki væri búið að innleiða löggjöfina hér á landi en það væri í undirbúningi. Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Ég geri allt sem í mínu valdi stendur að það verði ekki gert,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Kastljósi í kvöld þegar hún var spurð hvað hún ætli að gera til að koma í veg fyrir að nýir eigendur Arion banka geti reist sömu spilaborgina og var gert fyrir fall bankanna árið 2008. Í Kastljósi var Unnur spurð hvort það gæti ekki talist eðlileg krafa að Íslendingar fái að vita hverjir það eru sem kaupa í bönkum hér á landi. Hún sagði svarið vera „já“ í því tilviki því hér á landi sé beinlínis lagaskylda að upplýsa það. Kaupendahópurinn samanstendur af Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, Taconic Capital sem eignast 9,99 prósent, Attestor Capital sem sömuleiðis eignast 9,99 prósent og svo Och-Ziff Capital sem sem keypti 6,6 prósenta hlut.Hafa gefið til kynna að þeir vilja kaupa meira Unnur upplýsti í kvöld að tveir eða þrír af þessum nýju eigendum hefðu gefið til kynna að þeir hafi í huga að kaupa meira, og þá mun Fjármálaeftirlitið leggja mat á þá sem virka eigendur, en virkir eigendur eru þeir sem eiga 10 prósent eða meira í bankanum.Fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að félögin sem halda utan um hluti Taconic Capital og Och-Ziff í Arion banka séu skráð til heimilis á Cayman-eyjum og því gæti reynst erfitt að rekja slóð þeirra. Unnur sagði að þegar Fjármálaeftirlitið skoðar hæfi virkra eigenda þá séu atriði til skoðunar líkt og orðspor eigenda, fjárhagsleg staða og fleira.Orðspor Och-Ziff laskað og lánshæfiseinkunn í ruslflokkiÍ september síðastliðnum greindi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frá því að Och Ziff hefði gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, vegna mútumáls. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Och-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.Greint var frá því á Vísi í dag að matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefði lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk degi eftir að félag á vegum Och-Ziff keypti hlutinn í Arion. Framtíðarhorfur félagsins eru sagðar neikvæðar, reksturinn fari versnandi og að ólíklegt þyki að félagið geti staðið undir fjárfestingum sínum. Unnur sagði að orðspor fyrirtækjanna yrði kannað og að sannreyna þyrfti upplýsingar sem hefðu komið fram undanfarna daga.Búið að herða reglur Spurð hvort að búið væri að girða fyrir að almenningur endi með gjaldþrota banka í fanginu líkt og árið 2008 svaraði Unnur að svo væri tryggt með Evrópulöggjöf sem væri búið að herða. Ábyrgð eigenda sé miklu meiri í dag og að löggjöfin miði að því að bankar lendi ekki á innistæðueigendum eða skattborgurum. Hún tók þó fram að ekki væri búið að innleiða löggjöfina hér á landi en það væri í undirbúningi.
Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00
Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10