Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn Kjartansson segir að honum þyki leiðinlegt að umræða um áfengisdrykkju hans í aðdraganda leiks Íslands gegn Króatíu í undankeppni HM 2018 í haust hafi komið upp síðustu dagana. Heimir Hallgrímsson var spurður um þetta mál á blaðamannafundi KSÍ á föstudag og sagði í samtali við Vísi í dag að málið hafi komið honum í opna skjöldu. Því hafi verið lokað á sínum tíma. „Þetta er ekki góð tímasetning,“ sagði Viðar við Vísi í dag en Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. „Það voru ekki agareglur brotnar í þessu tilviki en það var ekki fagmannlega staðið að hlutunum hjá mér. Ég ber ábyrgð á því og baðst afsökunar.“ Sjá einnig: Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Hann segir að málið sé búið að hans hálfu. „Það er tímabært að einbeita sér að leiknum gegn Kósóvó sem öllu máli skpitir. Ég baðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu og læt þetta ekki koma fyrir aftur.“ „Mér finnst líka leiðinlegt að umfjöllunin fyrir þennan leik myndi fara í þetta mál. Við eigum mikilvægan leik gegn Kósóvó og erum að einbeita okkur að honum.“ Hann segir að málið hafi verið rætt, bæði á milli hans og Heimis og líka innan hópsins. „Þetta er búið mál fyrir okkur. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en að bijðast afsökunar og láta þetta ekki koma fyrir aftur.“ Viðar Örn segir auðvelt að vera vitur eftir á í svona málum. „Það var aldrei planið að sýna hópnum óvirðingu. En þetta er búið og gert og mér finnst þetta leiðinlegt. En nú þurfum við að einbeita okkur að því sem skiptir máli.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Hans mál hvað hann gerir áður en kemur í landsliðsverkefni Á blaðamannafundi landsliðsins í gær kom fram að framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefði komið ölvaður til móts við landsliðið í undirbúningi leiksins gegn Króatíu síðasta nóvember. Hann kom degi á undan landsliðinu til Ítalíu í æfingabúðirnar. 18. mars 2017 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson segir að honum þyki leiðinlegt að umræða um áfengisdrykkju hans í aðdraganda leiks Íslands gegn Króatíu í undankeppni HM 2018 í haust hafi komið upp síðustu dagana. Heimir Hallgrímsson var spurður um þetta mál á blaðamannafundi KSÍ á föstudag og sagði í samtali við Vísi í dag að málið hafi komið honum í opna skjöldu. Því hafi verið lokað á sínum tíma. „Þetta er ekki góð tímasetning,“ sagði Viðar við Vísi í dag en Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. „Það voru ekki agareglur brotnar í þessu tilviki en það var ekki fagmannlega staðið að hlutunum hjá mér. Ég ber ábyrgð á því og baðst afsökunar.“ Sjá einnig: Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Hann segir að málið sé búið að hans hálfu. „Það er tímabært að einbeita sér að leiknum gegn Kósóvó sem öllu máli skpitir. Ég baðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu og læt þetta ekki koma fyrir aftur.“ „Mér finnst líka leiðinlegt að umfjöllunin fyrir þennan leik myndi fara í þetta mál. Við eigum mikilvægan leik gegn Kósóvó og erum að einbeita okkur að honum.“ Hann segir að málið hafi verið rætt, bæði á milli hans og Heimis og líka innan hópsins. „Þetta er búið mál fyrir okkur. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en að bijðast afsökunar og láta þetta ekki koma fyrir aftur.“ Viðar Örn segir auðvelt að vera vitur eftir á í svona málum. „Það var aldrei planið að sýna hópnum óvirðingu. En þetta er búið og gert og mér finnst þetta leiðinlegt. En nú þurfum við að einbeita okkur að því sem skiptir máli.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Hans mál hvað hann gerir áður en kemur í landsliðsverkefni Á blaðamannafundi landsliðsins í gær kom fram að framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefði komið ölvaður til móts við landsliðið í undirbúningi leiksins gegn Króatíu síðasta nóvember. Hann kom degi á undan landsliðinu til Ítalíu í æfingabúðirnar. 18. mars 2017 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30
Hans mál hvað hann gerir áður en kemur í landsliðsverkefni Á blaðamannafundi landsliðsins í gær kom fram að framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefði komið ölvaður til móts við landsliðið í undirbúningi leiksins gegn Króatíu síðasta nóvember. Hann kom degi á undan landsliðinu til Ítalíu í æfingabúðirnar. 18. mars 2017 07:00