Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 12:03 Tíðari flóð eru einn fylgifiskur loftslagsbreytinga. vísir/getty Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. Hnattræn hlýnun er að mestu tilkomin vegna útblásturs af manna völdum þó að veðrafyrirbrigðið El Niño hafi einnig haft áhrif á hærri hitatölur á liðnu ári. Hitatölurnar halda svo bara áfram að hækka, þrátt fyrir að El Niño hafi ekki verið jafn öflugur og í fyrra, þar sem hitamet voru slegin í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum og hitabylgjur við póla jarðar bræða ís og jökla þar. „Jafnvel þó að El Niño sé ekki svo öflugur í ár þá erum við að sjá ótrúlegar breytingar um allan heim sem setja okkur takmörk þegar kemur að skilningi okkar á loftslagi Jarðarinnar. Við erum í raun núna á ókönnuðu svæði,“ er haft eftir David Carlson, forstjóra Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, á vef Guardian.Grípa þurfi tafarlaust til aðgerða Jeffrey Kargel, jöklafræðingur við Háskólann í Arizona, segir að Jörðin sé nú pláneta þar sem ríki umrót vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Almennt er það svo að svona miklar breytingar hjálpa ekki siðmenningunni sem þrífst best í stöðugleika,“ segir Kargel. Annar vísindamaður, David Reay, segir skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar sláandi og að það þurfi tafarlaust að grípa til aðgerða þar sem aldrei hafi jafnmikið verið í húfi og nú. Í skýrslu stofnunarinnar er kallað eftir því að vísindamenn gagnrýni stefnu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í loftslagsmálum en hann hyggst skera niður fjármagn sem farið hefur í rannsóknir á loftslagsbreytingum.Segir Trump og Repúblikana stinga hausnum í sandinn „Á meðan rannsóknir sýna að mannkynið hefur alltaf meiri og meiri áhrif á loftslagsbreytingar þá stinga Trump og Repúblikanar á þingi hausinn í sandinn,“ segir Sir Robert Watson, einn virtasti vísindamaður heims í loftslagsmálum en hann er prófessor við East Anglia-háskólann í Bretlandi og fyrrverandi formaður hóps sérfræðinga í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum. „Börn okkar og barnabörn munu líta til baka á þá sem afneita loftslagsbreytingum og spyrja hvernig þeir gátu fórnað heilli plánetu fyrir ódýrt jarðefnaeldsneyti þegar kostnaðurinn við að gera ekki neitt er mun meiri en ávinningurinn af því að skipta yfir í lág-kolefnis hagkerfi,“ segir Watson. Framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar, Petteri Taalas, segir að þvert á það sem að Trump hyggst gera sé afar mikilvægt að halda áfram að setja fé í rannsóknir á loftslagsmálum.Áhrif mannsins á loftslagsbreytingar verða alltaf augljósari „Með áframhaldandi fjármagni í rannsóknir á loftslagsmálum getum við bætt við þekkingu okkar svo við eigum möguleika á að halda í við þær hröðu breytingar sem eru að verða á loftslagi jarðarinnar,“ segir Taalas. Í skýrslu Alþjóðafræðistofnunarinnar segir að aukin áhætta mælist nú af öfgafullum veðrafyrirbrigðum vegna loftslagsbreytinga þar sem hitabylgjur á Suðurskautinu eru nú tíu sinnum líklegri en þær voru áður og sömuleiðis eru hitabylgjur á borð við þær sem voru í Ástralíu í febrúar tvisvar sinnu líklegri en áður. „Þegar koltvísýringur mælist alltaf meiri og meiri í andrúmsloftinu þá eru áhrifin mannsins á loftslagsbreytingar alltaf augljósari og augljósari,“ segir Taalas. Tengdar fréttir Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Þingmenn allra flokka tala einu máli um mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum. Kallað er eftir aðgerða- og fjármálaáætlun. Höfum ekki nýtt tækifæri nægilega vel, segir Björt Ólafsdóttir. 3. mars 2017 07:00 Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. 20. febrúar 2017 23:30 Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. Hnattræn hlýnun er að mestu tilkomin vegna útblásturs af manna völdum þó að veðrafyrirbrigðið El Niño hafi einnig haft áhrif á hærri hitatölur á liðnu ári. Hitatölurnar halda svo bara áfram að hækka, þrátt fyrir að El Niño hafi ekki verið jafn öflugur og í fyrra, þar sem hitamet voru slegin í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum og hitabylgjur við póla jarðar bræða ís og jökla þar. „Jafnvel þó að El Niño sé ekki svo öflugur í ár þá erum við að sjá ótrúlegar breytingar um allan heim sem setja okkur takmörk þegar kemur að skilningi okkar á loftslagi Jarðarinnar. Við erum í raun núna á ókönnuðu svæði,“ er haft eftir David Carlson, forstjóra Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, á vef Guardian.Grípa þurfi tafarlaust til aðgerða Jeffrey Kargel, jöklafræðingur við Háskólann í Arizona, segir að Jörðin sé nú pláneta þar sem ríki umrót vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Almennt er það svo að svona miklar breytingar hjálpa ekki siðmenningunni sem þrífst best í stöðugleika,“ segir Kargel. Annar vísindamaður, David Reay, segir skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar sláandi og að það þurfi tafarlaust að grípa til aðgerða þar sem aldrei hafi jafnmikið verið í húfi og nú. Í skýrslu stofnunarinnar er kallað eftir því að vísindamenn gagnrýni stefnu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í loftslagsmálum en hann hyggst skera niður fjármagn sem farið hefur í rannsóknir á loftslagsbreytingum.Segir Trump og Repúblikana stinga hausnum í sandinn „Á meðan rannsóknir sýna að mannkynið hefur alltaf meiri og meiri áhrif á loftslagsbreytingar þá stinga Trump og Repúblikanar á þingi hausinn í sandinn,“ segir Sir Robert Watson, einn virtasti vísindamaður heims í loftslagsmálum en hann er prófessor við East Anglia-háskólann í Bretlandi og fyrrverandi formaður hóps sérfræðinga í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum. „Börn okkar og barnabörn munu líta til baka á þá sem afneita loftslagsbreytingum og spyrja hvernig þeir gátu fórnað heilli plánetu fyrir ódýrt jarðefnaeldsneyti þegar kostnaðurinn við að gera ekki neitt er mun meiri en ávinningurinn af því að skipta yfir í lág-kolefnis hagkerfi,“ segir Watson. Framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar, Petteri Taalas, segir að þvert á það sem að Trump hyggst gera sé afar mikilvægt að halda áfram að setja fé í rannsóknir á loftslagsmálum.Áhrif mannsins á loftslagsbreytingar verða alltaf augljósari „Með áframhaldandi fjármagni í rannsóknir á loftslagsmálum getum við bætt við þekkingu okkar svo við eigum möguleika á að halda í við þær hröðu breytingar sem eru að verða á loftslagi jarðarinnar,“ segir Taalas. Í skýrslu Alþjóðafræðistofnunarinnar segir að aukin áhætta mælist nú af öfgafullum veðrafyrirbrigðum vegna loftslagsbreytinga þar sem hitabylgjur á Suðurskautinu eru nú tíu sinnum líklegri en þær voru áður og sömuleiðis eru hitabylgjur á borð við þær sem voru í Ástralíu í febrúar tvisvar sinnu líklegri en áður. „Þegar koltvísýringur mælist alltaf meiri og meiri í andrúmsloftinu þá eru áhrifin mannsins á loftslagsbreytingar alltaf augljósari og augljósari,“ segir Taalas.
Tengdar fréttir Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Þingmenn allra flokka tala einu máli um mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum. Kallað er eftir aðgerða- og fjármálaáætlun. Höfum ekki nýtt tækifæri nægilega vel, segir Björt Ólafsdóttir. 3. mars 2017 07:00 Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. 20. febrúar 2017 23:30 Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Þingmenn allra flokka tala einu máli um mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum. Kallað er eftir aðgerða- og fjármálaáætlun. Höfum ekki nýtt tækifæri nægilega vel, segir Björt Ólafsdóttir. 3. mars 2017 07:00
Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. 20. febrúar 2017 23:30
Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00