Það var nokkur hiti í Messudrengjunum í þætti gærkvöldsins.
Á einum tímapunkti ræddu strákarnir um muninn á enska og franska landsliðshópnum.
Umræðan tók athyglisverða stefnu þegar Arnar Gunnlaugsson lýsti yfir hrifningu sinni á ákveðnum leikmanni sem leikur í ensku B-deildinni.
„Vitiði hvaða leikmann ég myndi vilja sjá í enska landsliðinu: Jonjo Shelvey,“ sagði Arnar við mikla hneykslan Guðmundar Benediktssonar og Hjörvars Hafliðasonar.
„Ég er búinn að horfa á marga leiki Newcastle og þetta er besti sendingamaður sem ég hef nokkurn tíma séð í enska boltanum. Hafiði horft á leikina?“ spurði Arnar.
„Já, ég hef séð of marga leiki með Jonjo Shelvey og hann er ekki nógu gáfaður. Hann var í úrvalsdeildinni í fyrra og var stór ástæða fyrir því að Newcastle féll. Ég held að hann sé á góðum stað í B-deildinni,“ svaraði Guðmundur.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Arnar: Jonjo Shelvey er besti sendingamaður sem ég hef séð í enska boltanum
Tengdar fréttir

Hjörvar: Wenger þarf að svara hvort hann verði áfram
Hjörvar Hafliðason segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þurfi að greina frá því fyrr en seinna hvort hann ætli að halda þjálfun liðsins áfram.