Enski boltinn

Arnar: Jonjo Shelvey er besti sendingamaður sem ég hef séð í enska boltanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var nokkur hiti í Messudrengjunum í þætti gærkvöldsins.

Á einum tímapunkti ræddu strákarnir um muninn á enska og franska landsliðshópnum.

Umræðan tók athyglisverða stefnu þegar Arnar Gunnlaugsson lýsti yfir hrifningu sinni á ákveðnum leikmanni sem leikur í ensku B-deildinni.

„Vitiði hvaða leikmann ég myndi vilja sjá í enska landsliðinu: Jonjo Shelvey,“ sagði Arnar við mikla hneykslan Guðmundar Benediktssonar og Hjörvars Hafliðasonar.

„Ég er búinn að horfa á marga leiki Newcastle og þetta er besti sendingamaður sem ég hef nokkurn tíma séð í enska boltanum. Hafiði horft á leikina?“ spurði Arnar.

„Já, ég hef séð of marga leiki með Jonjo Shelvey og hann er ekki nógu gáfaður. Hann var í úrvalsdeildinni í fyrra og var stór ástæða fyrir því að Newcastle féll. Ég held að hann sé á góðum stað í B-deildinni,“ svaraði Guðmundur.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×