Enski boltinn

Hjörvar: Wenger þarf að svara hvort hann verði áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörvar Hafliðason segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þurfi að greina frá því fyrr en seinna hvort hann ætli að halda þjálfun liðsins áfram.

Samningur Wengers rennur út í sumar og ekki liggur enn ljóst fyrir hvort Frakkinn verði áfram á Emirates eða láti staðar numið eftir 21 ár hjá Arsenal.

„Nú þarf hann að fara að segja okkur hvort það séu bara tveir mánuðir eftir af hans tíma hjá Arsenal eða hvort hann ætli að vera áfram,“ sagði Hjörvar í Messunni í gærkvöldi.

Arsenal hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og hefur fjarlægst Meistaradeildarsæti á undanförnum vikum.

Þetta slæma gengi hefur farið illa í stuðningsmenn Arsenal sem vilja margir hverjir losna við Wenger.

„Nú þarf liggja fyrir hvað verður því núna hefst undirbúningur fyrir næsta tímabil. Það er oft gott að vera klár með mann,“ sagði Hjörvar.

Að hans mati en Max Allegri, stjóri Juventus, besti kosturinn til að taka við Arsenal. Arnar Gunnlaugsson nefndi Ronald Koeman, stjóra Everton, einnig til sögunnar.

„Ég held að Ronald Koeman væri fullkominn fyrir Arsenal-liðið. Einhver sem tekur til,“ sagði Arnar.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×