Þá samdi Texas Rangers til sex ára við hinn unga Rougned Odor. Hann fær að minnsta kosti 5,7 milljarða króna fyrir samninginn og tvo hesta. Já, þú last rétt. Tvo hesta.
Odor er mikill hestamaður og því var hægt að fá hann til að semja. Hann ætti nú samt að geta keypt þokkalega hesta fyrir 5,7 milljarða króna.
Here are Rougned Odor's horses, which came a part of the contract extension.@Rangerspic.twitter.com/mbF7YRWkRk
— Jared Sandler (@SandlerJ) March 30, 2017
Hinn 23 ára gamli Odor fær 226 milljónir króna fyrir að skrifa undir samninginn. Hann fær „aðeins“ 113 milljónir króna fyrir næsta tímabil en árslaunin verða komin í 340 milljónir á næsta ári. Árið 2019 fær hann 850 milljónir króna fyrir tímabilið.