Icebody og Ari Jóseps leiða saman hesta sína og dæla út sketsum í leikhópnum X Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2017 10:00 Skemmtilegur hópur. „Leikhópurinn X varð til seinnihluta árs 2014. Við vorum öll saman á leiklistarnámskeiði og þegar það kláraðist langaði okkur að halda áfram að skapa eitthvað skemmtilegt,“ segir Birgitta Sigursteinsdottir, einn af forsprökkum leikhópsins X sem hefur heldur betur sett svip sinn á myndbandveituna YouTube en hátt í þrjátíu sketsar eru komnir frá hópnum. „Leiklist er líka svolítið eins og líkamsrækt, maður verður að halda sér í æfingu. Allir í hópnum höfðu líka mikið unnið sem aukaleikarar í ýmsum þáttum og kvikmyndum en þar er oft erfitt að fá stærri hlutverk með setningum. Þess vegna langaði okkur að búa til tækifæri sjálf til að koma okkur á framfæri og fá skemmtileg alvöru hlutverk.“ Hún segir að hópurinn sé búin að vinna töluvert að handriti að sjónvarpsseríu sem ber nafnið Hótel Hamingja og myndi flokkast undir karaktermiðað gamandrama. Hulda Lind Kristins er partur af hópnum en margir þekkja hana sem Icebody. Einnig kemur Ari Jósepsson, fyrrum forsetaframbjóðandi, inn sem aukaleikari en þau hafa mikið unnið saman í gegnum tíðina.Gaman að þróa karakterana „Það er stórt verkefni svo það ferli tekur langan tíma en það hefur verið mjög gaman að fá að þróa karakterana, búa til aðstæður fyrir þá og svo fær hver leikari að spinna út frá því. Það verk er í vinnslu ennþá.“ Birgitta segir að sjónvarpsseríuferlið sé langt og því hafi verið tekin ákvörðun að gera eitthvað sem væri hægt að vinna fljótt og birta á netinu. „Eitthvað sem gæti glatt fólk í skammdeginu. Í september 2016 fórum við þess vegna að gera stutta sketsa og setja á YouTube. Við hittumst alltaf einu sinni í viku og tökum upp og birtum svo einn skets á viku. Stundum er þetta bara eitthvað fyndið grín sem okkur dettur í hug, já eða höfum lent í og stundum er þetta eitthvað meira current sem tengist fréttum vikunnar. Við reynum að hafa fjölbreytni í þessu því allir eru með mismunandi húmor. Fólk hefur tekið mjög vel í þetta og það er alltaf gaman að heyra að fólk eigi sér mismunandi uppáhalds sketsa. Þeir eru núna orðnir 27 talsins svo þetta er talsvert mikið efni sem við erum búin að gera síðustu mánuði.“ Síðasta haust gerði hópurinn mínútumyndina Same sem er í raun ádeila á viðhorf heimsins til flóttamanna. „Sú mynd var nýlega valin af The One Minutes Foundation og verður sýnd sem hluti af seríunni Make Being Radical Again á 10 listasöfnum í Þýskalandi, Hollandi og Kína í apríl. Það er auðvitað mikill heiður fyrir okkur að hafa verið valin í þetta og vonandi fær myndin fólk til að hugsa um þessi málefni.“ Facebook: https://www.facebook.com/leikhopurinnxYouTube https://www.youtube.com/leikhopurinnxÍ Leikhópnum X árið 2017 eru: Birgitta Sigursteinsdóttir Birna Halldórsdóttir Ester Sveinbjarnardóttir Halldóra Eyfjörð Hjörtur Sævar Steinason Hulda Lind Kristins Jens Jensson Magnea Baldursdóttir Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
„Leikhópurinn X varð til seinnihluta árs 2014. Við vorum öll saman á leiklistarnámskeiði og þegar það kláraðist langaði okkur að halda áfram að skapa eitthvað skemmtilegt,“ segir Birgitta Sigursteinsdottir, einn af forsprökkum leikhópsins X sem hefur heldur betur sett svip sinn á myndbandveituna YouTube en hátt í þrjátíu sketsar eru komnir frá hópnum. „Leiklist er líka svolítið eins og líkamsrækt, maður verður að halda sér í æfingu. Allir í hópnum höfðu líka mikið unnið sem aukaleikarar í ýmsum þáttum og kvikmyndum en þar er oft erfitt að fá stærri hlutverk með setningum. Þess vegna langaði okkur að búa til tækifæri sjálf til að koma okkur á framfæri og fá skemmtileg alvöru hlutverk.“ Hún segir að hópurinn sé búin að vinna töluvert að handriti að sjónvarpsseríu sem ber nafnið Hótel Hamingja og myndi flokkast undir karaktermiðað gamandrama. Hulda Lind Kristins er partur af hópnum en margir þekkja hana sem Icebody. Einnig kemur Ari Jósepsson, fyrrum forsetaframbjóðandi, inn sem aukaleikari en þau hafa mikið unnið saman í gegnum tíðina.Gaman að þróa karakterana „Það er stórt verkefni svo það ferli tekur langan tíma en það hefur verið mjög gaman að fá að þróa karakterana, búa til aðstæður fyrir þá og svo fær hver leikari að spinna út frá því. Það verk er í vinnslu ennþá.“ Birgitta segir að sjónvarpsseríuferlið sé langt og því hafi verið tekin ákvörðun að gera eitthvað sem væri hægt að vinna fljótt og birta á netinu. „Eitthvað sem gæti glatt fólk í skammdeginu. Í september 2016 fórum við þess vegna að gera stutta sketsa og setja á YouTube. Við hittumst alltaf einu sinni í viku og tökum upp og birtum svo einn skets á viku. Stundum er þetta bara eitthvað fyndið grín sem okkur dettur í hug, já eða höfum lent í og stundum er þetta eitthvað meira current sem tengist fréttum vikunnar. Við reynum að hafa fjölbreytni í þessu því allir eru með mismunandi húmor. Fólk hefur tekið mjög vel í þetta og það er alltaf gaman að heyra að fólk eigi sér mismunandi uppáhalds sketsa. Þeir eru núna orðnir 27 talsins svo þetta er talsvert mikið efni sem við erum búin að gera síðustu mánuði.“ Síðasta haust gerði hópurinn mínútumyndina Same sem er í raun ádeila á viðhorf heimsins til flóttamanna. „Sú mynd var nýlega valin af The One Minutes Foundation og verður sýnd sem hluti af seríunni Make Being Radical Again á 10 listasöfnum í Þýskalandi, Hollandi og Kína í apríl. Það er auðvitað mikill heiður fyrir okkur að hafa verið valin í þetta og vonandi fær myndin fólk til að hugsa um þessi málefni.“ Facebook: https://www.facebook.com/leikhopurinnxYouTube https://www.youtube.com/leikhopurinnxÍ Leikhópnum X árið 2017 eru: Birgitta Sigursteinsdóttir Birna Halldórsdóttir Ester Sveinbjarnardóttir Halldóra Eyfjörð Hjörtur Sævar Steinason Hulda Lind Kristins Jens Jensson Magnea Baldursdóttir
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira