29 hópnauðganir á borð Stígamóta í fyrra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. mars 2017 13:15 Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira