Vonast eftir góðum samningi Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. mars 2017 06:00 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESwB, tekur við úrsagnarbréfi frá fastafulltrúa Bretlands, Tim Barrow. vísir/epa Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tók í gær við bréfi frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hún óskar formlega eftir úrsögn Bretlands úr ESB. „Hvað get ég sagt?“ sagði hann. „Við söknum ykkar nú þegar.“ Hann sagðist ekki geta verið ánægður á þessum degi, en tók þó fram að útganga Bretlands, Brexit, hefði sitthvað jákvætt í för með sér: „Brexit hefur gert okkur ákveðnari og samhentari en áður,“ sagði hann. Fram undan er tveggja ára ferli með flóknum samningaviðræðum, en Tusk sagði markmið viðræðnanna vera að lágmarka allan kostnað fyrir íbúa Evrópusambandsins, fyrirtæki þess og aðildarríkin.Nigel Farage.vísir/EPA„Við áttum okkur á því að það hefur afleiðingar að Bretland segi skilið við ESB,“ sagði hún í bréfi sínu til Evrópusambandsins. „Við vitum að við munum missa áhrif á þær reglur sem móta efnahagslíf Evrópu. Við vitum að bresk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við ESB munu þurfa að laga sig að reglum sem settar eru af stofnunum sem við eigum ekki lengur aðild að, rétt eins og við gerum á markaðssvæðum annars staðar. Við föllumst á það.“ Hún sagði Breta ekki óska eftir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og tók fram að hún skildi vel að ESB gæfi engan afslátt af fjórfrelsinu. Hins vegar vonist hún til þess að eftir aðskilnaðinn verði samband Bretlands og Evrópusambandsins „djúpt og sérstakt“, eins og hún orðar það. Meðal annars vonast hún til þess að Bretland og ESB geti gert „djarfan og metnaðarfullan“ samning um frjáls viðskipti: „Hann ætti að verða víðtækari og metnaðarmeiri en nokkur slíkur samningur sem áður hefur verið gerður.“Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP-flokksins og um árabil helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagðist vera himinlifandi: „Í dag er draumurinn um hið ómögulega að rætast.“ Michel Barnier, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, verður aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum við Bretland. Breska dagblaðið The Independent fullyrðir, en vitnar í ónafngreindan heimildarmann, að Barnier hafi krafist þess að viðræðurnar við Breta fari fram á móðurmáli hans, frönsku, og jafnframt verði öll skjöl í tengslum við þessar viðræður á frönsku. Bretar þurfa því að styðjast við skjalaþýðingar og túlka, sem ESB greiðir að vísu kostnaðinn af. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tók í gær við bréfi frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hún óskar formlega eftir úrsögn Bretlands úr ESB. „Hvað get ég sagt?“ sagði hann. „Við söknum ykkar nú þegar.“ Hann sagðist ekki geta verið ánægður á þessum degi, en tók þó fram að útganga Bretlands, Brexit, hefði sitthvað jákvætt í för með sér: „Brexit hefur gert okkur ákveðnari og samhentari en áður,“ sagði hann. Fram undan er tveggja ára ferli með flóknum samningaviðræðum, en Tusk sagði markmið viðræðnanna vera að lágmarka allan kostnað fyrir íbúa Evrópusambandsins, fyrirtæki þess og aðildarríkin.Nigel Farage.vísir/EPA„Við áttum okkur á því að það hefur afleiðingar að Bretland segi skilið við ESB,“ sagði hún í bréfi sínu til Evrópusambandsins. „Við vitum að við munum missa áhrif á þær reglur sem móta efnahagslíf Evrópu. Við vitum að bresk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við ESB munu þurfa að laga sig að reglum sem settar eru af stofnunum sem við eigum ekki lengur aðild að, rétt eins og við gerum á markaðssvæðum annars staðar. Við föllumst á það.“ Hún sagði Breta ekki óska eftir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og tók fram að hún skildi vel að ESB gæfi engan afslátt af fjórfrelsinu. Hins vegar vonist hún til þess að eftir aðskilnaðinn verði samband Bretlands og Evrópusambandsins „djúpt og sérstakt“, eins og hún orðar það. Meðal annars vonast hún til þess að Bretland og ESB geti gert „djarfan og metnaðarfullan“ samning um frjáls viðskipti: „Hann ætti að verða víðtækari og metnaðarmeiri en nokkur slíkur samningur sem áður hefur verið gerður.“Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP-flokksins og um árabil helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagðist vera himinlifandi: „Í dag er draumurinn um hið ómögulega að rætast.“ Michel Barnier, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, verður aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum við Bretland. Breska dagblaðið The Independent fullyrðir, en vitnar í ónafngreindan heimildarmann, að Barnier hafi krafist þess að viðræðurnar við Breta fari fram á móðurmáli hans, frönsku, og jafnframt verði öll skjöl í tengslum við þessar viðræður á frönsku. Bretar þurfa því að styðjast við skjalaþýðingar og túlka, sem ESB greiðir að vísu kostnaðinn af. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira