Erlent

Fimmtán látnir eftir sprengingu í kirkju í Egyptalandi

Atli Ísleifsson skrifar
25 manns létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust í sprengjuárás í dómkirkju í Abbasíu, hverfi í Kaíró, í lok síðasta árs. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
25 manns létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust í sprengjuárás í dómkirkju í Abbasíu, hverfi í Kaíró, í lok síðasta árs. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
Fimmtán manns hið minnsta eru látnir og 42 særðir eftir sprengingu í kirkju í egypska bænum Tanta, um 150 kíkómetrum norður af höfuðborginni Kaíró.

Al Arabiya greinir frá þessu.

Sprengingin varð í kirkju heilags Georgs þar sem fjölmenni var saman komið, en Pálmasunnudagur er í dag.

Í frétt BBC segir að ekki liggi fyrir um hvað olli sprengingunni en íslamskir uppreisnarmenn hafa áður beint sjónum sínum að kristnum í landinu. Um tíu prósent íbúa Egypta eru kristnir, en alls búa um 85 milljónir manna í landinu.

25 manns létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust í sprengjuárás í dómkirkju í Abbasíu, hverfi í Kaíró, í lok síðasta árs.

Uppfært 9:31: 

Al Arabiya greinir frá því að 21 maður hafi látist í sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×